Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 106
Breytingar á litarhætti varphænsna
Eftir Jón M. Guðmundsson, Reykjum
Fljótt á litið virðist bæði erfitt og ástæðulaust að fylgjast með lit-
arbreytingum á húð varphænsna. Sannleikurinn er hins vegar sá, að
það er ekki erfiðleikum bundið að fylgjast með þessu á einstökum
fiðurlausum líkamshlutum, svo sem fótum, nefi, endaþarms- eða varp-
opi o. s. frv. Það er ekki ástæðulaust, heldur bæði fróðlegt og skemmti-
legt. En aðalatriðið er þó, að nauðsynlegt er að vita nokkur deili á
þessu, þegar lélegar hænur eru fjarlægðar úr hænsnahúsinu. Geta má
þess, að útlit kambs, sepa og kviðarhols er einnig mikilvægt atriði, er
velja skal úr hænsnahópnum þær hænur, sem ekki eru í varpi. í grein-
arkorni þessu vil ég leitast við að drepa á nokkur atriði varðandi
breytilegan hörundslit varphænsnanna.
Nauðsynlegt er að gera sér Ijóst, að hin einstöku hænsnakyn hafa
aðallega tvenns konar litarhátt. T. d. hafa svonefndir ítalir (Leghorn)
og amerísku kynin gult skinn, en hvítt skinn er algengara í enskum
kynjum, svo sem Sussex-hænsnum.
Algengast af hreinum kynjum hér á landi er að ég hygg Hvítir ítalir,
og mun ég eingöngu miða við það hér, enda auðveldast fyrir byrjend-
ur í þessu að fást við það. Frumskilyrði til þess, að þetta komi að
gagni, er, að kynið sé algjörlega hreint, óblandað.
A kynblendingum á litarháttur hörundsins ekkert skylt við varpið
og ekkert á því að byggja í rannsókn sem þessari. Litarhátt Hvítra ít-
ala er bezt að sjá á hananum. Athugi maður heilbrigðan og hreinrækt-
aðan hana af kyni Hvítra ítala, sér maður, að fætur og nef eru dökk-
gul að lit, en eyrnasneplar og augnakarmar hvítgulir.
Athugi maður hins vegar hænurnar, er öðru máli að gegna. Á 5
mánaða hænu, sem er um það bil að byrja að verpa, er hinn guli litur
mjög áberandi á áðurnefndum líkamshlutum. En á hænu, sem verpt