Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 122
120
BÚFRÆÐINGURINN
Heyskapur aS Stend í Noregi.
Næsti áfangi var til Bergens, en þar vorum við á Snorrahátíðinni.
Heimsóttum m. a. búnaðarskólann á Stend, þar sem margir íslendingar
hafa verið.
Af öðrum stöðum í Noregi, þar sem við komum, vil ég nefna til-
raunastöðvarnar í Valdres, Appelsvoll og Vem, búnaðarskólann í To-
ten, fornminjasafnið á Lille-Hammer. Loks komum við að búnaðarhá-
skólanum á Ási, þar sem hinn mikli íslandsvinur, Olav Klokk, tók á
móti okkur, og að búnaðarskólanum á Sem.
Þann 20. júní fórum við Hvanneyringarnir áleiðis til Svíþjóðar. Þar
tók á móti okkur Örborn framkvæmdarstjóri. Ók hann með okkur til
Alnarp, Svalöf, á búgarða og fleiri merka staði.
Að kvöldi 2. júlí fórum við til Kaupmannahafnar. I Danmörku
skoðuðum við landbúnaðarsýninguna í Bellahöj, landbúnaðarháskól-
ann og fleiri merka staði í Kaupmannahöfn. Síðan tókum við okkur
íerð um Sjáland, Fjón, Jótland og Falstur, skoðuðum skóla, tilrauna-
stöðvar, sæðingarstöð, bændabýli o. fl.
Hér verður ferðalaginu ekki lýst nánar. Vera má, að það verði gert
af öðrum í næsta árgangi þessa rits. Alls staðar var okkur mjög vel
tekið, og ferðin varð okkur til mikillar ánægju og fróðleiks. Heim kom-
um við 10. júlí, og kostaði ferðalagið alls um kr. 3000.00 á mann. Hér
fylgja fáeinar myndir frá þessari námsför.
G. J.