Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 53
BÚFRÆÐINGURINN
51
í starfsreglum sauðfjárræktarfélaganna er félagsmönnum, þ. e.
bændum, meðal annars gert að skyldu að halda í tvíriti fóður- og
vigtarskýrslur yfir félagsféð og einnig að halda fullkomna ættbók yfir
það. Allt félagsféð skal vigtað minnst þrisvar á ári og öll lömb vegin
að haustinu. Allt félagsféð skal vitanlega merkt einstaklingsmerkjum
og öll lömb merkt að vorinu. Þessar skyldur eru að vísu engar aðrar
og engu meiri en þær, sem hver bóndi verður að hlíta, ef hann hyggst
að ná nokkrum árangri í ræktun eða kynbótum fjárstofns síns, hvort
sem hann starfar innan sauðfjárræktarfélags eða ekki.
Reynsla undangenginna áratuga og alda sannar, að einn erfiðasti
hjallinn í allri ræktun búfjárins og kynbótum þess hér á landi er að
fá bændurna til að skilja það grundvallaratriði allra búfjárkynbóta,
að haldnar séu nákvæmar og fullkomnar vigtar-, afurða- og ættar-
skýrslur um hvern einstakling. Þetta gildir ekki síður um sauðféð en
aðrar greinar búfjárins. Enn um sinn mun reynast örðugt að fá bænd-
Ur til að skilja nauðsyn þessa atriðis, og eflaust örðugra að fá þá til
að breyta eftir þeim skyldum og kröfum, sem hún krefst.
Ég tel nokkrar vonir standa til, að sauðfjárræktarfélögin verði
bændum hvatning, hjálp og þó sérstaklega aðhald um að halda nauð-
synlegustu skýrslur yfir sauðféð. Auk þess má ætla, að bændur innan
félaganna njóti aðstoðar sérfróðra manna á sviði búnaðar við val á
félagsfénu og undaneldisdýrunum. En slíkt er afar mikilsvert.
Nú munu vera starfandi í landinu a. m. k. 12 sauðfjárræktarfélög.
Þau eru:
1. Sauðfjárræktarfél.
2. —
3. —
4. —
5. —
6. —
7. —
8.
9.
10. —
11. —
12. —
Andakílshrepps í Borgarfirði.
Hnýfill í Flj ótshlíð, Rang.
Borgarhafnarhrepps, A.-Skaft.
Mýrahrepps, A.-Skaft.
Öræfa, A.-Skaft.
Hafnarkauptúns, A.-Skaft.
Nesjamanna, A.-Skaft.
Gnúpverja, Arnessýslu.
Þistill, N.-Þingeyjarsýslu.
á Ingjaldssandi, N.-ís.
Hrunamanna, Arnessýslu.
Biskupstungna, Arnessýslu.