Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 72
70
BÚFRÆÐINGURINN
úr 11 cm langri glerpípu með 2 mm vídd. Pípan er merkt í mm. Annar
endi pípunnar er festur á málmhylki, sem gat er í gegnum. Við hinn
enda málmhylkisins má festa venjulega 2 cc eða 5 cc „sprautu“. Milli
10 cm merkisins á pípunni og málmhylkisins er stutt, opin hliðarpípa.
Slímið er tekið eins innarlega úr skeiðinni og hægt er. Er það gert
með því að fara varlega með höndina inn í skeiðina og safna nokkru
af slíminu í lófann. Gæta verður þess vandlega, að höndin sé bæði hrein
og sótthreinsuð. Þegar slíminu hefur verið náð, er það sogað upp í
glerpípuna með „sprautunni“, en haldið fyrir op hliðarpípunnar á
meðan með þumalfingrinum. Þegar slímið hefur verið sogað upp að
10 cm merkinu, er nokkru af því þrýst út aftur, þangað til að það
kemur að 7 cm merkinu. Þumalfingurinn er þá snögglega tekinn frá
opi hliðarpípunnar. Við það hrekkur slímvökvinn í pípunni niður um
nokkra mm. Fjarlægðin, sem slímið færist þannig til um, er mæld í mm,
og eftir henni er farið við ákvörðun um, hvort viðkomandi kýr sé
yxna. Ef p er 5 mm eða þar yfir, má gera ráð fyrir, að kýrin sé yxna
eða mjög nálægt yzni á annan hvorn veginn. MiIIi gangmála breytist p
ekki, en sólarhring fyrir yxni fer það að aukast og nær hámarki við
yxnið, en er komið í samt lag aftur eftir 60 klst. frá því, að farið er af
kúnni. Prófun yxnis með þessari aðferð er örugg í flestum tilfellum,
og prófunin sjólf þarf ekki að taka lengri tíma en 2 mín. Hins vegar
liáir það útbreiðslu aðferðarinnar, að taka þarf sýnishorn af slíminu á
nokkurra daga fresti til að vera viss um að missa ekki af gangmáli.
Er athugandi, hvort menn, sem frjóvga kýr, ættu ekki að hafa yxnis-
mæli með sér í frjóvgunarferðum til að skera úr því í vafasömum til-
fellum, hvort kýr séu yxna.
Stundum liggja kýrnar niðri. Eggjakerfin geta þó starfað eðlilega að
öðru leyti en því, að „gulu hnoðrarnir“, sem myndast eftir egglos,
hverfa ekki eftir þann tíma, sem þeir eiga að hverfa (18—21 dag).
Með því að kreista burtu „gulu hnoðrana“ per rectum, lagast þessi teg-
und af ófrjósemi, og kýrnar beiða eftir svo sem 2 daga. Einnig kemur
fyrir, að eggjakerfin eru óstarfandi. Með því að dæla í kýrnar 2000
I.U. af hormóni því, sem hvetur eggjakerfið, má lækna ófrjósemina,
og kýrnar geta fest fang eftir fáa daga, sé þeim haldið. Þó er hætta á
því, að fleiri en eitt egg losni og frjóvgist og kýrin fæði 2 kálfa. Þetta
er miður æskilegt hjá mjólkurkynjum, en getur haft hagnýtt gildi
varðandi holdanautgripi í framtíðinni.