Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 87
Hvernig á að „búa tilu góðar kýr?
Ejtir Gunnar Bjarnason, kennara
Yfirleitt búa mjólkurkýr yfir því erfðaeðli að auka nytina frá fyrsta
tnjólkurtímabili til 7. eða 8. mjólkurtímabils, og ef allt er með felldu,
hvað snertir hirðingu og fóðrun, þá á nyt fyrsta mjólkurtímabils að
gefa talsvert örugga bendingu um verðmæti erfðaeðlisins og væntanleg
mjólkurafköst á næstu árum.
Þegar sagt er, að allt eigi að vera með felldu, þá er þar átt við, að
kýrin sé þannig upp alin, þannig með hana farið og hún þannig fóðruð,
að útlitsgervið sýni nokkuð rétta mynd af eðlisgervinu. Því miður er
mjög víða áfátt í þessu efni hér á landi, enda er það að mörgu leyti
eðlilegt, þar sem nautgriparæktin og mjólkurframleiðslan á hér stutta
sögu. En arðsemi kúabúanna veltur afar mikið á þvi, að kýrnar hafi
eðli til að mjólka mikið, og þó raunar enn meira á hinu, að eðli hverr-
ar kýr sé hagnýtt til fullnustu.
Menn þurfa að gera sér ljósa grein fyrir því, að til þess að eignast
góðar kýr er það eitt ekki nóg að ala kvígur undan góðum foreldrum,
þótt gildi þess sé að vísu mjög mikilvægt. Hitt er engu síður mikil-
vægt og vandasamt að gera góðan grip úr vel œttuðum kálfi. Þetta síð-
arnefnda atriði, hygg ég, að mörgum bændum sé ekki nógu vel Ijóst
ennþá.
Það fyrsta, sem hér kemur til greina, er sjálft uppeldið. Til þess að
ná góðum árangri með uppeldinu vil ég hvetja menn til að fylgja ná-
hvæmlega kálfaeldistöflu Halldórs Vilhjálmssonar og þeim ráðlegging-
Utn, sem hann gefur í Fóðurfræði sinni, en þar fer saman hagsýni og
fóðurfræðileg nókvæmni, sem miðast við næringarþörf ungviðisins.
Þar sem Fóðurfræði Halldórs er nú ófáanleg, set ég hér kálfaeldistöflu
hans, svo að menn geti haft hana til hliðsjónar: