Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 89
BÚFRÆÐINGURINN
87
Það hefur komið í ljós á Hvanneyri, að hægt er að ala upp kvígur
eingöngu á votheyi, en reynslan bendir til, að betra sé að hafa hálfa gjöf
af hvoru. Með misjafnlega góðu votheyi þarf talsvert mikið kjarnfóður,
ef vel á að fara og kvígurnar eiga að ná nægum þroska á venjulegum
fyrsta kálfs burðartíma.
Bændur munu margir hafa orðið þess varir, að kvígur, sem mjólka
vel af fyrsta kálfi, fá afturkipp á öðru mjólkurtímabili og hafa oft ekki
náð sér fyrr en á 4. kálfi. Enn fremur er algengt, að kýr mjólka lítið
af fyrstu þremur til fjórum kálfum, en eftir það hækka þær sig skyndi-
lega og geta orðið ágætar kýr eftir það og náð háum aldri. Fyrir þessu
eru ýmsar orsakir, og þar sem þetta er óeðlilegt fyrirbrigði og hægt er
að láta kýrnar fá eðlilegar framfarir með aldrinum, þá skal þetta rætt
hér nokkru nánar.
Ég vil leyfa mér að fullyrða hér, að það muni vera fáar kvígur til
í landinu, sem ekki hafa erfðaeðli til þess að mjólka um 10.000 fitu-
einingar af fyrsta kálfi eða þar yfir. Hins vegar er staðreynd, að mikill
fjöldi þeirra mjólkar ekki nema 7—8000 fitueiningar. Sé ekki um van-
fóðrun eða sjúkleika að ræða, þá er orsökin of lítill þroski við fyrsta
burð.
Víðtækar rannsóknir hafa sýnt, að ársnyt af fyrsta kálfi hækkar í
réttu hlutfalli við burðaraldurinn. Hér fer á eftir tafla, sem sýnir niður-
stöður þessara rannsókna. (Taflan er gerð eftir línuriti.):
Burðaraldur Ársnyt Burðaraldur Ársnyt
18 mánuðir 2400 kg 30 mánuðir 4700 kg
19 — 2600 — 31 — 4800 —
20 — 2800 — 32 — 4900 —
21 — 3000 — 33 — 4950 —
22 — 3200 — 34 — 5000 —
23 — 3400 — 35 — 5050 —
24 — 3600 — 36 — 5100 —
25 — 3800 — 37 — 5125 —
26 — 4000 — 38 — 5150 —
27 — 4200 — 39 — 5175 —
28 — 4400 — 40 — 5200 —
29 — 4550 —
Þótt þessar rannsóknir sé gerðar á allmiklu nythærri kúm en hér
gerist almennt, þá gildir sama reglan fyrir öll kyn, að nytin fer hækkandi
að 40 mánaða burðaraldri fyrsta kálfs, en orsökin er sú, að kýrnar hafa
ekki náð fullum þroska, fyrr en þær eru orðnar um 3^2 árs gamlar.