Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 12
10
BÚFRÆÐINGURiNN
13. gr. til 17. gr. Sýslunefndum eða hreppsnefndum er heimilt að
koma upp samgirðingum með samþykki hlutaðeigenda.
18. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum frá 5—100 kr.
19. gr. Með brot mót lögum þessum og samþykktum, sem gerðar
kunna að verða samkvæmt þeim, skal farið sem almenn lögreglumál.
III. Girðingarefni.
I. Innlent ejni.
Innlent girðingarefni, sem til greina kemur, er: grjót, mýrartorf,
gras- eða lyngmóajarðvegur og birkistaurar.
Um ofangreint innlent efni er ekki ástæða að fjölyröa, því að flestir
þekkja kosti þess og galla. Birki hefur verið notað í styrktarslaura,
þar sem birkiskógar eru, en slíkir staurar eru jafnan bognir, en ending
þeirra er lík og grenistaura. Þá má nefna rekatimbur, sem mikið hefur
verið notað í girðingarstaura, ýmist klofið eða sagað. Galli rekatimb-
urs er oft sá, að það er stundum maðksmogið.
2. Staurar — erlent ejni.
a. Tréslaurar. Algengustu girðingarstaurar eru tréstaurar. Nota má
hvers konar við. Greni og fura eru ódýrust, en endingarlítil. Séu slíkir
staurar óvarðir gegn fúa, er ending þeirra talin 3—8 ár. Eik er lítið
notuð nú orðið í girðingarstaura vegna þess, að hún er miklu dýrari.
Ending eikarstaura er miklu betri. Séu þeir 12—14 cm að þvermáli,
eiga þeir að endast 20—40 ár.
Þekkt eru ýmis ráð, er auka mjög á endingu Iréstaura úr linum við,
og skal drepið hér á nokkur atriði: 1. Sviðinn er í eldi sá hluti staurs-
ins, er í jörð fer, eða sá hluti, sem er við og í jarðaryfirborðinu. Kola-
lagið verkar þá sem vörn gegn fúa. Sé efnið rakt, þegar það er sviöið,
er nokkur hætta á, að alldjúpar rifur komi í staurinn, og geta þær þá
jafnvel greitt götu ýmiss konar rotnunarsveppa inn í miðju staursins.
— 2. Þá er talið gott að setja greni- og furustaura niður í 5% kopar-
súlfatupplausn og láta viðinn drekka þenna vökva í sig. — 3. Algengast
og ódýrast mun vera að nota ýmiss konar tjöruolíur eða karbolíneum,
og kallast sú aðferð „karbolínering“. Við girðingarstaura er algengt
að leggja hluta af þeim í greinda upplausn eða bera á þá með pensli.