Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 8
6
BÚFKÆÐINGUIUNN
breiðir að ofan og 123 cm að neðan. Voru þetta taldir löglegir garðar.
Má gera ráð fyrir, að varla hafi verið í venjulegu dagsverki meira en
3—5 lengdarmetrar.
Á þjóðveldistímanum var það talinn sjálfsagður hlutur að leggja
mikið kapp á hvers konar garðahleðslu, og bendir allt til þess, að við-
hald þeirra hafi einnig verið í góðu lagi fram eftir þjóðveldistímanum.
í Jónsbók (lög frá 1281) var lögleitt, að hver húandi skyldi vera
skyldur að gera garð um tún sitt. Ástæða er þó ekki til að ætla, að
þessi ákvæði hafi verið sett í lög vegna þess, að áhugi bænda fyrir
garðahleðslu hafi verið farinn að minnka, heldur hins, að þessi ó-
skráðu lög skyldu rituð í Jónsbók eins og önnur lög.
Eftir lok þjóðveldistímans fer þessum þætti búmenningar að hnigna.
Á 14. öld er hætt að gera nýja úthagagarða. Viðhald eldri garða verð-
ur lélegt, og viðhald landamerkjagarða hættir með öllu. Á 15., 16., 17.
og 18. öld verður þessi hnignun algjör, svo að varla stendur nokkur
garður uppi. Á 17. öld sjást sums staðar merki tveggja túngarða, ann-
ars utar, lægri og eldri, liins innar, nýlegri og hærri. Var þó víðast kom-
in mikil órækt inn fyrir innri garðinn. Talið er, að á síðari hluta 18.
aldar hafi mátt fara sýslu úr sýslu án þess, að sæist fullkominn garður
um nokkurt tún.
1853 er fyrst getið um túngarða í skýrslum. Þetta ár eru mældir 73,6
km af görðum (sjá töflu II). Munu þeir sennilega gerðir á árunum
frá 1840 til 1853. En 1853 er fyrsta árið, sem mæling fer fram. Á 19.
öldinni færist endurbygging garða nokkuð í vöxt, og einnig hefst ein-
hver nýbygging, einkum síðari hluta aldarinnar. Samkvæmt skýrslum
eru árlega gerðir 15—45 km af nýjum görðum. Eru þar með taldir
vörzluskurðir. Garðahleðsla nær hámarki á árunum 1905—1909, eru
þá árlega að meðaltali gerðir 92 km.
Fram í lok 19. aldar og jafnvel fram yfir aldamót má telja, að skiln-
ingur margra búenda á gildi og nytsemi girðinga hafi verið nokkuð
takmarkaður. Það var talið sjálfsagt að eyða fjölda dagsverka í það að
vaka yfir túnum og engjum á vorin og sumrin í stað þess að hlaða tún-
garða. Ýmsum áhugamönnum verður þá nokkuð ágengt um garða-
hleðslu. Alþingi er einnig að nokkru leyti ljóst gildi girðinga. í reglum
frá Alþingi 1893 er sagt til um, hversu garðar skuli vera gerðir, en
hins vegar er ekki gert ráð fyrir vírgirðingum, heldur eingöngu girð-
ingum úr innlendu efni.