Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 112
110
BÚFRÆÐINGURINN
merkilega starfi ætti að vera sá, að þeir kynntu sér vandlega, hvers
vænta mætti af vatnsræktinni, og reyndu hana síðan til hlítar hér á
landi.
Vera má, að í sambandi við hana geti t. d. verið fyrir hendi sérstæð
skilyrði til stórfelldrar hagnýtingar jarðhitans íslenzka. Erlendar til-
raunir eru góðar, svo langt sem þær ná, en raunhæft gildi fyrir okkur
fá þær ekki, fyrr en þær hafa gengið undir og staðizt próf íslenzkra
staðhátta.
Rætt um kornrækt
Ejtir Sigurð Jórtsson, Sandfellshaga
I febrúar 1948 fór ég til Bandaríkjanna og dvaldist þar þangað til
í desember sama ár. Var ég lengst af í Mountain í Norður-Dakota.
Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, þó að einhver eða ein-
hverjir hregði sér utan, því að það er nú orðið svo algengt. En það er
samt merkur þáttur í lífi einstaklingsins, því að svo margt og mikið
ber nýtt fyrir augu og eyru, og það gefur tilefni til hugleiðinga og
heilabrota um viðfangsefnin hér heima.
Það, sem ég var einkum að leggja mig eftir í þessari ferð, var að sjá
og kynnast af eigin raun búskaparháttum þar vestur frá.
Dakota er að langmestu leyti akuryrkjuland. Nautgriparækt, svína-
rækt og alifuglarækt eru einnig mikilvægar atvinnugreinar, einkum
þó nautgriparækt.
I norðlægari ríkjum Bandaríkjanna hefur hveitið sett mestan svip á
kornræktina, og fyrst í stað var það eina korntegundin, sem ræktuð
var. En smátt og mátt hafa komið fleiri tegundir, og flestir bændur
rækta nú hveiti, bygg, maís, hafra og hör og lítillega rúg. Hveiti, bygg
og hör eru aðal-söluvörurnar. Maís og hafrar eru notaðir heima fyrir
sem fóður handa nautgripum og svínum. Meðalstórt býli hefur frá
200—300 ekra (ekra er dálítið stærri en dagslátta) akurland auk túna
og beitilands. Með þeim tækjum og tækni, sem þarna er, geta 2 menn
séð um slíkt bú.