Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 71
BÚFRÆÐINGURINN
69
staðnum einhvern tímann áður. Bezt er að nota nautin nokkrum klst.
eítir, að þeim hefur verið gefið. Mjög nauðsynlegt er, að naut séu
notuð reglulega, en forðast skal að leggja of mikið á þau yfir stuttan
tíma, en hvíla þau svo algjörlega á milli. Ef halda skal undir naut, sem
hefur ekki verið notað um nokkurn tíma, er ráðlegt að halda kúnni
tvisvar, þar sem búast má við, að frjósellurnar í fyrri skammtinum séu
dauðar. Mjög skyldleikaræktuð naut geta verið ófrjó. Vantar þá oft
frjósellur í sæðisvökvann. Sé ástand þetta ekki varanlegt, kemur það
helzt fyrir, séu nautin annaðhvort ung eða gömul, en ekki meðan þau
eru miðaldra. Séu ung naut notuð óhóflega, getur dregið úr vexti
þeirra.
Kýr ganga á öllum tímum árs, en vorið virðist þó vera eðlilegasti
burðartími kúnna. Kýr af holdakynjum fæða kálfana jafnan á vorin.
Yxnistími kúnna er mun skemmri að vetrarlagi en að sumarlagi, og
yxniseinkennin eru einnig óljósari á veturna. Sumar kýr eru yxna að-
eins fáar klukkustundir. Yfirsést mönnum því mjög auðveldlega að
Vetrarlagi um það, hvort kýr eru yxna. Það mun vera algengara hér á
landi en margur hyggur, að menn taki ekki eftir yxninu, en haldi hins
Vegar, að kýrnar liggi niðri.
Dráttur á því, að kýr festi fang, veldur oft talsverðum óþægindum.
Er því nauðsynlegt fyrir menn að fylgjast vel með því, hvenær hver kýr
a að ganga. Ytri einkenni yxnis, svo sem slím, eru ekki alltaf sjáanleg.
Ytri blæðing verður hjá kvígum 2—3 dögum eftir yxni, ef hún á annað
borð á sér stað. Er ytri blæðing algeng hjá kvígum, en heldur sjaldgæf
bjá fullorðnum kúm. Blæðing er góð vísbending um það, hvenær næst
*ná búast við gangmáli. Hjá kvígum er yxni talið standa yfir að jafnaði
16 klst., en 19 klst hjá fullorðnum kúm. Á veturna getur það staðið
yfir aðeins í 6 klst., en i 16—30 klst. á sumrin. Ef menn eru í vafa um,
hvort kýr séu yxna að vetrarlagi, má stundum ganga úr skugga um
það með því að leysa þær og athuga, hvort þær vilja gefa sig að öðrum
kúm.
Brezkir vísindamenn hafa fundið upp einfalt og ódýrt áhald til þess
að ganga úr skugga um, hvort kýr séu yxna. Með þessu áhaldi, sem
nefna mætti yxnismæli (oestroscope), er mældur sá eiginleiki slímsins
1 skeiðinni að dragast saman, þegar úr því hefur verið teygt (flow-elas-
ticity, p). Meðan á yxni stendur, breytast ýmsir eiginleikar slímsins, t. d.
verður það þynnra en ella. Yxnismælirinn samanstendur í meginatriðum