Búfræðingurinn - 01.01.1951, Side 71

Búfræðingurinn - 01.01.1951, Side 71
BÚFRÆÐINGURINN 69 staðnum einhvern tímann áður. Bezt er að nota nautin nokkrum klst. eítir, að þeim hefur verið gefið. Mjög nauðsynlegt er, að naut séu notuð reglulega, en forðast skal að leggja of mikið á þau yfir stuttan tíma, en hvíla þau svo algjörlega á milli. Ef halda skal undir naut, sem hefur ekki verið notað um nokkurn tíma, er ráðlegt að halda kúnni tvisvar, þar sem búast má við, að frjósellurnar í fyrri skammtinum séu dauðar. Mjög skyldleikaræktuð naut geta verið ófrjó. Vantar þá oft frjósellur í sæðisvökvann. Sé ástand þetta ekki varanlegt, kemur það helzt fyrir, séu nautin annaðhvort ung eða gömul, en ekki meðan þau eru miðaldra. Séu ung naut notuð óhóflega, getur dregið úr vexti þeirra. Kýr ganga á öllum tímum árs, en vorið virðist þó vera eðlilegasti burðartími kúnna. Kýr af holdakynjum fæða kálfana jafnan á vorin. Yxnistími kúnna er mun skemmri að vetrarlagi en að sumarlagi, og yxniseinkennin eru einnig óljósari á veturna. Sumar kýr eru yxna að- eins fáar klukkustundir. Yfirsést mönnum því mjög auðveldlega að Vetrarlagi um það, hvort kýr eru yxna. Það mun vera algengara hér á landi en margur hyggur, að menn taki ekki eftir yxninu, en haldi hins Vegar, að kýrnar liggi niðri. Dráttur á því, að kýr festi fang, veldur oft talsverðum óþægindum. Er því nauðsynlegt fyrir menn að fylgjast vel með því, hvenær hver kýr a að ganga. Ytri einkenni yxnis, svo sem slím, eru ekki alltaf sjáanleg. Ytri blæðing verður hjá kvígum 2—3 dögum eftir yxni, ef hún á annað borð á sér stað. Er ytri blæðing algeng hjá kvígum, en heldur sjaldgæf bjá fullorðnum kúm. Blæðing er góð vísbending um það, hvenær næst *ná búast við gangmáli. Hjá kvígum er yxni talið standa yfir að jafnaði 16 klst., en 19 klst hjá fullorðnum kúm. Á veturna getur það staðið yfir aðeins í 6 klst., en i 16—30 klst. á sumrin. Ef menn eru í vafa um, hvort kýr séu yxna að vetrarlagi, má stundum ganga úr skugga um það með því að leysa þær og athuga, hvort þær vilja gefa sig að öðrum kúm. Brezkir vísindamenn hafa fundið upp einfalt og ódýrt áhald til þess að ganga úr skugga um, hvort kýr séu yxna. Með þessu áhaldi, sem nefna mætti yxnismæli (oestroscope), er mældur sá eiginleiki slímsins 1 skeiðinni að dragast saman, þegar úr því hefur verið teygt (flow-elas- ticity, p). Meðan á yxni stendur, breytast ýmsir eiginleikar slímsins, t. d. verður það þynnra en ella. Yxnismælirinn samanstendur í meginatriðum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Búfræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.