Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 74
72
BÚFRÆÐINGURINN
í 8 vikur eða lengur. Þreifa þeir fyrir fóstrinu og fósturhimnunum með
því að fara með aðra höndina inn í endaþarm kúnna. Til leiðbeiningar
fyrir leikmenn má geta þess, að sé skeiðin þurr og límkennd, bendir
það til þess, að kýr séu með fangi. Við leghálsopið myndast þykkt slím,
Jregar kýr eru með kálfi. Líkist það bráðnu gúmmi og lokar fyrir opið.
Þegar kvígur, sem hafa aldrei borið, hafa gengið með fóstur í 5 mán-
uði, má finna, hvort þær eru með fangi, með því að tutla þær. Sé í
júgrinu þykkur vökvi með hunangslit, eru kvígurnar með fangi. Ef
kvígurnar eru aftur á móti kálflausar, er vökvinn úr spenunum vatns-
þunnur. Minnast skal þess, að kýr geta verið yxna, þótt þær séu með
kálfi, og eins hins, að þær geta verið kálflausar, þótt þær hætti að
ganga.
Fyrir kemur, að ókleift er að koma kálfi í sumar kvígur. Er þá
skaði þegar orðinn, ef drepa þarf kvígurnar, þar sem mikið fé hefur
verið lagt í uppeldi þeirra. Eins getur það átt sér stað, að kvígurnar
haldi ekki nógu snemma til að bera á ákveðnum árstíma. Er þá nokkur
aukakostnaður við að ala kvígurnar sem geldneyti, unz tími er kominn
ttil að halda þeim árið eftir. Tilraunir hafa því verið gerðar, sem miða
að því að fá kvígurnar til að mjólka, þótt kálflausar séu. Með því að
koma hexoestrol- eða stilboestrol-töílum fyrir undir húðinni á hálsi á
kvígurn má fá þær til að mjólka eftir 10—30 daga. Nytin, sem kvíg-
urnar komast í, er misjöfn, 6—10 kg á dag mun vera algengt. Nythæðin
nær hámarki 9 vikum eftir, að töflurnar voru settar undir húðina.
Eftir 60 daga eru leifarnar af töflunum teknar burt. Tíminn, sem töfl-
oirnar eru hafðar, svarar til geldstöðutímans, en brottnám taflnanna
samsvarar því, að kýr verði heilar. Töflurnar stöðva oftast mjólkur-
myndunina, séu þær settar í mjólkandi kýr. Verka þær þannig eins og
■oestrogenin í fósturhimnunum. Farið er að mjólka kvígurnar, þegar
júgrið er orðið stinnt. Meðan töflurnar eru undir húðinni, má búast
við, að kvígurnar leiki á riðli (nyphomania). Er því nauðsynlegt, að
kvígumar séu hafðar sér. Ekki þýðir þó að reyna að láta kvígurnar fá
lang, þar sem eggjakerfin starfa ekki. Nauðsynlegt er að fóðra skepn-
urnar vel, meðan töflurnar eru í þeim. Frá sjónarmiði bænda er það
stór ókostur, að kvígurnar skuli leika á riðli. En nýlega hefur verið
uppgötvað, að efnið progesteron, sem myndast í „gulu hnoðrunum",
kemur í veg fyrir þennan eiginleika stilboeslrolsins. Verið er nú að
rannsaka, hvemig hægt sé að framleiða ódýrt gerxi-progesteron, sem