Saga


Saga - 1964, Síða 174

Saga - 1964, Síða 174
166 RITFREGNIR þess í styrjöld að blóta aðrir æsi og hinir vani til sigurs sér. Heldur telur hann Völuspá vera að lýsa því, hvernig bændastétt 2000 árum f. Kr. tókst að ná þjóðfélagslegum rétti sínum gagnvart hrokafullri hermannastétt þátíðar. Vanir náðu rétti gagnvart hrokafullum ásum, svo að Njörður, Freyr og Freyja urðu ásum jöfn. Ef þjóðfélagsátök fyrir 4000 árum voru nær almáttug til trúar- bragðamótunar sem þessarar, furðar mann, að þjóðlífsátök þriggja árþúsundanna eftir það skuli hafa verið ómáttug þess að bylta trúar- brögðunum aftur við og það á þeim tímum, sem klerkastétt var ólæs og gat ekki borið svo mikið sem Mósetöflur af Sínaí til varnar arf- helgum trúarhugmyndum sínum. Ólafur Briem ber sízt móti því, að skyldleiki sé með ásum og höfuð- guðum fjarlægustu ariskra þjóða og mikilvægir drættir í svip nor- rænna frjósemdargoða séu áþekkir því, sem gerist um frjósemdar- goð Austurlanda. En hann fær eigi séð, að dýrkun vana hafi átt verulega fótfestu nema á Norðurlöndum; miðstöð hennar virðist í Danmörku á dögum Tacitusar, en síðan lengstum í Uppsölum. Frá þvi er heraxaþjóðin „aríska" streymdi fyrir 4000 árum vestur um Þýzka- land og um Jótland og önnur kvísl hennar fór landleiðina suður eftir Sviþjóð, skipti aldrei um þjóð og átrúnað með snöggum hætti í þeim löndum fram til kristnitöku. Vanatrúin hlýtur því að hafa þró- azt eftir landsháttum Norðurlanda þennan óratíma, suðræn áhrif á hana hafa verið strjál og smá, meðan ásatrú lá undir margbreyttari áhrifum sunnan að. Hvorug gat haldizt óbreytt, en allra sízt sögn um stríð ása við vani, eins og Völuspá og Snorri greina frá því. Höf. neitar með verulegum rökum þeim þætti í kenningum Dumézils, að vanir séu úr hópi hinna frumarísku guða, og brýnir fyrir mönnum að taka germönsku heimildirnar sem vitni um hvern þann tíma, sem þær skýra beint frá, og ekki um eitthvað órafjarlægt. Ólafur telur guðinn Njörð og Njörðu systur hans hafa verið hjón; Lokasenna segir, að með systur sinni hafi Njörður eignazt Frey. Um guðlegt konungdæmi Freysniðja að Uppsölum og fjölmargt annað, sem eigi varðar rökdeilu Ólafs við Dumézil, eru merkir þættir í ritinu. Eldri rit Ólafs um forntrú má nefna: Heiðinn siður á íslandi. Rvk. 1945. — Norræn goðafræði, 1940, og 2. útg. 1949. Nú munu orð hans vekja athygli fræðimanna. Þar, sem eiginleikar goðkonungs (svo sem Ynglinga í Svíþjóð) eða frjósemdarguðs spruttu eftir mannfélagslögmáli upp úr þörfum fólks, fór varla hjá því, að á líku menningar- og tæknistigi gerðu þjóðir sér áþekka guði án samráðs hver við aðra. Smám saman fékk hver slíkur guðdómur vaxandi segulafl til aðdráttar á goðsögudæmum eða liturgískum mótífum frá hinum þjóðunum. Samsvörun með guðum og æviskrám þeirra gat þá vaxið svo, sem dæmi sanna; enn munu finnast klerkar góðir, sem þykjast þekkja Krist í gervi Baldurs eða þá Freys í Uppsalahofi. Það vitum við að er vitleysa, en Dumézil og fylgjendur, öllum mönnum lærðari, kynnu stundum einnig að leita skyldleikaskýringa langt yfir skammt í tíma og rúmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.