Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 245
Ritdómar
243
ir liðgerðum, innbyrðis venslum setningarliða og orðaröð í ólíkum gerðum setninga.
Hann útskýrir vel grundvallarhugtök eins og frumlag, umsögn, andlag (beint og
óbeint) og sagnfyllingu. Þessi aðferð virðist skynsamleg, sér í lagi þar sem um byrj-
endabók er að ræða, ætlaða fólki sem ef til vill hefur lítinn áhuga á flókinni fræðilegri
umíjöllun um málvísindi. Þó er hugsanlegt að einhverjum finnist hér lítið gert úr
þróun setningafræði síðustu 30 ár.
Þótt þessi kafli sé vel skrifaður og skýr er margt í honum sem myndi henta íslensk-
um nemendum illa því að einungis er ijallað um norsku. Höfundur kaflans tekur fram
að sér hefði þótt æskilegt að taka fleiri mál með í umfjöllunina en hafi ekki getað það
sökum plássleysis. Hann bætir við að kaflinn sé greinargóð kynning á norskri setn-
ingafræði og hvetur lesandann til að rannsaka setningafræðileg atriði í öðrunt málum
sem hann þekkir til. Ýmis vandamál skjóta upp kollinum i norskri setningafræði sem
sú íslenska er laus við. T. d. má nefna það að í norsku eru lýsingarorð og atviksorð
samhljóma, Mannen gliste bredt, Den vesle jenta leser godt, Opposisjonen hevdet at
regjeringen styrte landet dárlig. í íslensku er sjaldgæfara að atviksorð og lýsingarorð
séu eins (t. a. m. ég brosi breitt en hins vegar les vel) og skapast því ekki sömu vanda-
mál við skilgreiningu hugtaka eins og atviksliðar og lýsingarliðar. Sama má segja um
óbeint andlag sem oftast er í þágufalli í islensku og beina andlagið þá í þolfalli (María
gaf Hreini (þgf.) bókina (þf.)). í norsku er ekki um slíkan mun að ræða. Þannig gefur
form orðsins upplýsingar um setningarlegt hlutverk þess í íslensku en ekki í norsku.
Á eftir setningafræðikaflanum kemur íjórði kafli (bls. 139-207) sem fjallar um
hljóðfræði. Höfundur einbeitir sér að því að útskýra hvernig hljóð eru mynduð en ekk-
ert er ijallað um hljóðskynjun og hljóðeðlisfræði enda skipta þau fræði minna máli
fyrir byrjendur í hljóðfræði, að minnsta kosti fyrir nemendur í tungumálum. Eitt hið
gagnlegasta sem nemar í tungumálum geta lært af málvísindum er hljóðritun því að
hún auðveldar þeim að átta sig á hvernig hljóð eru ólík eftir málum og hjálpar þeim
við að bera þau rétt fram. Höfundur þessa kafla fer mjög skipulega yfir grundvallar-
atriði hljóðritunar. í hljóðfræði er mikið um alþjóðleg orð úr latinu og grísku og er
uppruni þeirra og hugsunin að baki þeirn skýrð, sem hjálpar nemandanum við að
rnuna þau. Fjöldi skýringarmynda er í kaflanum, t.d. eru tvær mjög góðar teikningar
af myndunarstöðum (bls. 148 og 150) og íjöldi þverskurðarmynda sem sýna hvernig
(eða hvar) ýmis samhljóð eru mynduð. Áhersla er lögð á norsk dæmi og í kaflanum
um samhljóð er t. a. m. mest sagt frá þeim samhljóðum sem koma fyrir í norsku. Þó er
einnig tekið mið af öðrum málum, t.d. eru á bls. 167-168 nefnd öll þau samhljóðs-
hljóðritunartákn sem nauðsynleg eru til þess að hljóðrita frönsku, ensku, þýsku og
spænsku. Þessi hljóðfræðikafli er til fyrirmyndar og þótt hann sé ítarlegur þá er það í
samræmi við mikilvægi hljóðfræði og skilnings á hljóðmyndun í öllu málanámi.
Fimmti kaflinn er um hljóðkerfisfræði (bls. 207-236). Eins og áður hefur komið
fram er þessi kafli með þeim styttri í bókinni. Þótt norskan sé hér sem fyrr í brenni-
depli eru tekin dæmi úr öðrum málum sem er nauðsynlegt í tengslum við þetta efni.
Höfundur byrjar á því að gera grein fyrir viðfangsefnum hljóðkerfisfræði og nánurn
tengslum hennar við hljóðfræði. í kjölfar þessa reynir hann að skilgreina og útskýra
muninn á hljóðritun og fónemískri umritun. Á bls. 209 er stuttur texti á Óslóarmál-