Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Síða 58
in þar að gefa Panama-skurðinum meiri gaum en
áður. Henni varð það nú öðrum fremur áhugamál,
að verldð kæmist í framkvæmd, og ekki að eins það,
heldur líka hitt, að Bandaríkin fengju aðal-umráðin
ygr skurðinum. Roosevelt forseti, sem kom til valda
eftir Mac Iíinley, beitti sér mjög fyrir því, að Banda- ,
ríkin tækju skurðinn að sér, og það varð úr, að
stjórn Bandarikjanna keypti af franska Panama-
félaginu réttindi þess og verk fyrir 40 miljónir dollara.
Samdi hún svo við stjórn Iíolumbiu um framkvæmdir
fyrirtækisins, eins og franska félagið hafði áður gert,
en löggjafarþing Kolumbíu feldi þann samning úr
gildi og vildi ekki veita Bandamönnum þann rétt í
landinu, sem þeir áskildu sér.
Pess vegna kom Bandaríkjastjórn því svo fyrir,
að Panama-fylkið, sem var eitt af sambandsríkjum
Kolumbíu, sagði sig úr sambandinu í nóvember 1903,
og síðan varð það samningsaðili um skurðgröftinn,
en ekki sambandsstjórn Kolumbíu-ríkjanna, eins og j
áður hafði verið. Stjórn Bandaríkjanna viðurkendi
þegar sjálfstæði Panama, og fyrir hennar milligöngu
fékst sú viðurkenning einnig hjá öðrum ríkjum, enda
þótt stjórn Kolumbíu mótmælti og neitaði. En að
þessu loknu seldi stjórn Panama Bandaríkjunum til
ævarandi eignar 16 kílóm. breitt svæði þvert yfir
lanaið, þar sem skurðurinn átti að liggja, með þvi
skilyrði, að þau tækju að sér að koma verkinu í fram-
kvæmd innan ákveðins tima. Borgunin var 10 miljónir
dollara, er greiðast skyldu í einu, og síðan 250 þús.
dollara árlegt gjald, sem greiðast skyldi í fyrsta sinn 1
að 9 árum liðnum.
íbúar Panama-ríkis eru, að skurðbeltinu með-
töldu, 427 þús., þar af 63 þús. í skurðbeltinu. Peir
eru af ýmsum þjóðflokkum: Spánverjar, Indíánar,
Svertingjar, og svo nokkuð af Bandaríkjamönnum
og innflytjendum frá ýmsum Norðurálfulöndum, og i
nokkrar þúsundir Kínverja. Höfuðborgin heitir Pan-
(4)