Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 79
Árbób ófriðarins inikla árið 1915.
Ekki hefir rtregiö til neinna úrslita-tíðinda í ó-
friðnum mikla á pessu ári.
Á vestur-vigstöðvunum, par sem Bretar og Frakk-
ar hafa átt við Þjóðverja, hefir alt staðið í stað að
kalla má alt árið. Þó hafa orðið allskæðar orustur
milli Breta og Þjóðverja víð Loos í Belgíu og hérað-
inu par umhverfis. Hefir Bretum sama sem ekkert
unnist á, en hins vegar hefir peim tekist, að stöðva
framsókn Þjóðverja til Calais. Aftur hafa Frakkar
og Þjóðverjar barist ákaílega um fjallið Hartmanns-
weilerkopf í Elsass og unnu par hvorugir neitt til
muna á öðrum. En lang-harðasta hríð gerðu Frakkar
að Þjóðverjum í Champagne-héraðinu. Rufu peir par
allar framfylkingar Þjóðverja og náðu af peim nokk-
urri landspildu. Þó leiddi pað ekki til neins veru-
legs sigurs.
Á austur-vígstöðvunum hefir gerst meira sögulegt.
í byrjun ársins var par meira vopnagengi Rússa en
Þjóðverja, en brátt snerist pað gersamlega við. Hófu
pá Þjóðverjar harða sókn að Rússum og tóku af peim
hverja borgina af annari, sem Rússar höfðu annað
hvort unnið fyr í ófriðinum eða jafnan haldið, par
á meðal Warsjá, höfuðborg Póllands, og Lemberg og
Przemysl í Galísíu. Rússar létu undan siga alla leið
austur úr PóIIandi og yfirgáfu par margar víggirtar
borgir, sem Þjóðv. tóku, svo sem Grodnow, Iionow,
Vilna og Mithau, og lá við sjálft, að Þjóðv. tækju
borgina Riga við Eystrasalt. Undir árslokin voru pó
Rússar farnir að sækja sig aftur. Vóru peir pá búnir
að stöðva framsókn Þjóðverja að norðan (hjá Riga)
og teknir að sækja á að sunnan (í Besarabíu og
Búkovínu).
Tvö riki bættust í ófriðinn á árinu: Ítalía
með Bandamönnum og Búlgaria með Miðveldunum.
(25)