Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Síða 111
Haustið 1915 var slátrað í Reykjavík af slátur-
félaginu 20,800 sauökindum, og af íshúsum og öðrum
9,000? samtals 30,000. — Á Seyðisfirði af 4 verzlun-
um 15,100 íjár. Akureyri 18,000. Svalbarðseyri 5,000.
Við Eyjafjörð samlals 23,000. Borgarnes 15,500.
* *
*
í næstliðnum Nóvember mánuði fóru 18 Vestur-
íslendingar frá Kanada með enska hernum í hina
hryllilegu heimsstyrjöid, og í Maímán. fóru aðrir 18
Vestur-íslendingar til heræfinga í sama tilgangi.
Bar af voru 8 ættaðir úr Þingeyjarsýslu, 6 úr
Múlasýslum, 5 úr Arnessýslu, 3 úr Reykjavík, 2 úr
Húnavatussýslu, 2 úr Gullbringusýslu, 2 úr Eyjafjarð-
arsýslu, 1 úr Skagafjarðarsýslu, 1 úr Strandasýslu,
1 úr Skaftafellss., og 5 fæddir i Ameriku af ísl. ættum.
Undarleg skepna og grimm er maðurinn, pað
sýna þessir 36 íslendingar, þeir fara ótilkvaddir, af
frjálsum vilja, til Evrópu, í þeim erindum einum,
að drepa og limlesta menn, sem þeir ekkert þekkja
og aldrei hafa gert þeim minsta mein, og eru gagn-
vart þeim alveg saklausir.
t gamla daga var barist sér til frægðar, en i nú-
tíðar bardögum, er ekki að tala um frægð fyrir vopn-
fimi eða afl. Sprengikúlur frá fallbyssum eða loft-
skipum tæta sundur kappann jafnt og þann vesælasta.
Þcgar þessir 36 menn eru komnir inn á milli
miljón manna, þá hverfa þeir og geta ekkert ráðið
úrslitum hernaðarins.
Öðru máli skittir í herskyldum löndum, þar sem
hver er skyldur til að berjast, og eru skotnir af þeirra
eigin mönnum, ef þeir ekki hlýða, þó þeim sé skip-
að i opinn dauðann.
Mörgum finst eins og þeir leggi líf sitt í sölurnar
fyrir sitt föðurland, en sú tilfinning getur ekki verið
hjá búsettum mönnum í Kanada, þegar þeir eru í
bardögum í Evrópu. * Tr. G.
(57)