Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Side 117
Fiskiveiðar útleiiilra hér við laml 1914.
Árið 1914 var veidd síld við ísland 273,290 tn.,
sem söltuð var og flutt út úr landinu, en auk þess
voru veiddar mörg þús. tn. af sild, sem var brædd í
verksmiðjum hér á landi, í lýsi og til skepnufóðurs.
Af söltuðu síldinni veiddu Norðmenn 148,664 tn.,
íslendingar 71,740 tn., Danir 24,970 tn., Sviar 25,970 tn.,
og Pjóðverjar 1,950 tn.
Nálægt 40 norsk gufuskip stunduðu þorskveiðar
hér við land, um tíma af sumrinu. Aflinn metinn
270 þús. kr.
Við síldarveiðina höfðu Norðmenn rúmlega 100
gufuskip.
Frá Frakklandi voru við fiskiveiðar hér við land
þetta ár 45 botnvörpuskip og 70 seglskip. Um aflann
er ókunnugt.
Pó þorskveiðarnar í Lofoten yrðu í minna lagi
1914, varð þó árið gott afla-ár, þegar reiknað er
fyrir allan Noreg, því i Bergens-húsamti aflaðist með
mesta móti. Porskaflinn fyrir Noreg allan var talinn
1912 — 62,4 milj., 1913 — 4í)2 milj. og 1914 — 63 milj.
Úr þorsklifrinni braéddu Norðmcnn þ. á. 47,000 hekt.
af meðalalýsi, og 9,000 hektól. af öðru lýsi. Af gotu
(hrognum) fengust 60,480 hektól.
Pius IX sat allra páfa iengst á páfastóli, frá 1846
til 1878, alls 32 ár.
*
*
Við fornleifagröft á Egiptalandi hefir fundist, að
5,000 árum fyrir Krist, hefir verið venja, að fylla
holar tennur með gulli. Og við gröft borgarinnar
Pompeij heflr íundist, að á hennar dögum hefir sama
verið gert þar.
* •*
*
(63)
L