Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Síða 119
Dýrt kveðnar vísur
að miklu leiti teknar úr Bragfrœði síra Helga Sigurðs-
sonar, margar eru úr ýmsum rímum, sumt lausavísur.
Brag ég laga Iýð um hrfð | við Ijóðin fljóðin una,
fagran slag nú blíðum bíð j bjóði móðu funa. [Hl. E. Br.
Fljótast brjóta fá ég má | fræða ræðu kvæða,*)
njótur spjóta nái fá | næði og gæði hæða. [E. Br.
Grundar dóma hvergi hann | hallar réttu máli
stundar sóma aldrei ann | illu pretta táli. [eignuð síraj. Þ.
Eggja branda þund á það | þundarbranda eggja
leggja banda ekru að | ekrur banda leggja. [Hl. E. Br.
Versa þessa linnir ljóð | lýður kvæði þiggi
hressi og blessi fríðu fljóð | fríður hæða tyggi. [Hl. S.
Glettu andi hulin hátt | hljóðum móðum endi,
sléttubanda þulin þátt | þjóðum góðum sendi. [Hl. E. Br.
Dettur léttur háttur hér, | hræðist fræðist lyndi,
réttur settur máttur mér, | mæðist græðist yndi.**) [HI. S.
Þórður orðin herðir hörð, | hirðir sverða glaður
stirða mærðar gerði gjörð | girðir korða hraður. [Hl. E. Br.
Sela dala bála bil | baldur vildi skjalda.
Véla skal við ála yl | aldrei hildi falda. [Lv.
Fyrstur ríður Númi nær | nístir lýðir deyja
bistur sníður þjóðir þær | þyrstur stríðið heyja. [S. Brf.
Gæða blíðast Ijáðu lið | ljóða gróður fróður
hæða síðast fáðu frið [ flóða glóða bjóður. [HL S.
Þvingar ángur hringaheið | hungrið stranga spennir
syngur Manga löngum leið | lungun ganga í henni. [Lv.
Mörgum manni bjargar björg, | björgin hressir alla,
en að sækja björg í björg | björgulegt er valla. [Lv.
Skáld f landi frjáls og frí, | forðast andar grandið,
hjónaband ei þola því, | þetta vanda standið. [S. Dsk.
Valla salla vargur sá, | valla galla bar hann,
falla spjallið fræða má | fallegur allur var hann. [R.
*) Bragháttur, sléttubönd. **) A mörgum vísunum sést, að mcíra cr
^ugsað um dýran braghátt, en gott efni. En furðanlegt er, hvc hagyrðingar
Seta komið viti og efni, í mjög dýra braghætti.
(65)
5