Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Side 121
Að fara á skfðum styttir stund, | stúlku frfða spenna mund,
sigla um víði húna hund, | hesti ríða slétta grund. [Júl. J.
Þó að kali heitur hver, | hylji dali jökull ber
steinar tali og alt hvað er, | aldrei skal ég gleyma þér. [V. R.
Lifnar hagur nú á ný, | nýr er bragur spunninn,
hýr og fagur austri í | upp er dagur runninn. [S. Brf.
Lyngs við byngágrænni grund, | glingra og syng við stútinn
þvinga jeg slyngan hófa hund, | hring í kringum Strútinn.*)
Folinn ungur fetaði Iétt, | fjallabungur, grundir, v‘
fen og klungur fór á sprett, | fjöllin sungu undir. [P. ÓI.
Hleypur geyst á alt hvað er, j undur reist að framan,
þjóta neistar þar og hér | þetta veistu er gaman. [P. ÓI.
Girnast allar elfur skjól, | undir mjallar þaki
þorir valla að sýna sól | sig að fjallabaki. [B. H.
Sléttu bæði og Horni hjá | heldur Græðir anda,
meðan hæðir allar á | aftanklæðum standa. [Þ. Erl.
Gluggar frjósa, glerið á | grefur rósir vetur,
falda Ijósu fjöllin há | fátt sér hrósar betur. [P. Ól.
Sunoan vindar fjöllum frá, | fönnum hrinda sfðar
grænum lindum girðir þá, | grundir, tinda, hlíðar. [P. ÓI.
Sumarhug og sumarþrá, | sumar vakna lætur,
sumar í auga sumar á brá, | sumar við hjartarætur. [L. v.
Vondra róg ei varast má | varúð þó menn beiti
mörg er Gróa málug á | mannorðsþjófa Leiti. [L. v.
Veröld fláa sýnir sig, | sú mér spáir hörðu,
flestöll stráin stinga mig | stór og smá á jörðu. [L. v.
Þorri bjó oss þröngan skó | þennan snjóa vetur
en hún góa ætlár þó | að oss róa betur. [L. v.
Nú er hlátur nývakinn, | nú er grátur tregur,
nú er ég kátur nafni minn, | nú er ég mátulegur. [L. v.
Eg mun svelgja eins og var, I öls og félga kaupum
þó skinhelgir hræsnarar | hafi velgju á staupum. [G. Sk.
Svona vil ég sjá hana, | svona horfa á hana,
fríða vil ég fá hana, | hjá föðurnum sem á hana. [L. v.
Þú ert Manga þægileg, | þar um ganga sögur,
æ mig langar eiga þig, | eikin spanga fögur. [L. v.
*) Strúturer fjall nálægt Kalmannstungu.
(67)
5’