Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Qupperneq 128
Gömnl TÍsa
eignuð Hallgrími presti Péturssyni.
Fæðast, gráta, reifast, ruggast
ræktast, berast, stauta, gá,
tala, leika, hirtast, huggast,
herðast, vaxa, panka fá,
elska, biðla, giftast greitt,
girnast annað, hata eitt,
mæðast, eldast, andast, jarðast,
æfi mannsins svo ákvarðast.
★ ■*
Gamlar vísnr.
Tíu ára tel eg barn, tvítugur ungdómsgjarn,
pritugur proskahraður, fertugur fullproskaður,
fimtugur i stað stendur, sextugur elli kendur,
sjötugur hærist hraður, áttræður gamall maður,
níræður niðja háð, tíræður grafarsáð.
• * *
Aldrei skaltu elska heiminn,
aldrei lengi syrgja tapt
aldrei binda ást víð seiminn,
aldrei rengja drottins kraft,
aldrei hlæja — að afgömlum,
aldrei bægja ferðlúnum,
aldrei dauðum aðkast veita,
aldrei snauðum hjálpar neíta.
* *
*
Nidnrsetning’urinn.
Hjartað kalið höfuð preytt, hugann sorgir beygja.
Eg á ekki ettir neitt, ánnað en að deyja.
Hendur knýttar, bogið bak, blaktir líf á skari,
hjálparvana flýtur flak, feigðar út að mari.
Senn er úti æfiskeíð, elli kennir dofa,
vöku preyttur lifs á leið, langar pví að sofa.
(74)