Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 151
Jarðsfejálftar.
Ekki eru vísindainennirnir enn þá komnir svo
langt, að þeir viti af hverju jarðskjálftar og eldgos
koma, en telja ekki ólíklegt að þegar jöklar bráðna
eða hafið sýjast gegnum mjög smáar sprungur og rifur
gegnum jarðskorpuna niður í eldhitan, sem er innan
í jarðarhnettinum, þá verður vatnið að gufu, sem þá
hefir sama útþensluafl eins og í gufukatlinum, og
þetta afl getur orðið svo sterkt, að jörðin hristist á
því svæði sem gufan er undir og er að leitast við að
komast úr þrengslunum. Og sömu orsakir telja þeir
liklegar fyrir eldgosum.
Getgátur þeirra eru það — og aðeins getgátur —
að jarðskorpan sé 25—30 kilom. þykk, og þynnri þar
sem eldfjöllin eru og þessvegna leiti þangað sá sílog-
andi eldur sem í jörðinni er, svo heitur að alt, sem
ofanjarðar er, mundi bráðna í honum.
í stórum jarðskjálftum rifnar jörðin á löngu
svæði t. d. í Java 1891 rifnaði jörðin á 65 km. vega-
lengd með 4 m. breiðri sprungu og sama ár í Japan
rifnaði jörðin á 24 km. vegalengd og annar barmur
sprungunnar féll niður 6 metra djúpt.
Jarðskjálftar geta ætíð verið hættulegir, en hættu-
legastir eru þeir, sem eru í sjó nálægt landi eða á
landi nálægt sjó. Þá rís upp hafbylgj-a, sem gengur á
land og sópar burtu húsum, mönnum og hverju öðru
sem fyrir verður. Svo var árið 1755, þegar 30.000
manns fórust við jarðskjálfta í Lissabon, bylgja gekk
þá 40 fetum hærra en dæmi voru til. 1868 voru miklir
jarðskjálftar i Peru. Fórustþar 70,000 manns. Á vestur-
strönd Suður-Ameriku, á eyju þar við ströndina, sást
að sjórinn drógst 30 faðma út fyrir stórstraumsfjöru
þar sem var 10—15 faðma dýpi, en svo kom himinhá
hafbylgja, sem gekk yfir því nær alla eyna, og sópaði
burt öllu lifandi og dauðu sem þar var.
(97)
7