Andvari - 01.01.2011, Page 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
fyrstu ár Þjóðvinafélagsins störfuðu til hliðar við það samtök ungra stuðn-
ingsmanna Jóns forseta sem nefndust Atgeirinn. Félagarnir voru oft nefndir
geirungar og voru þar ýmsir menn sem mjög létu að sér kveða í stjórnmálum
síðar, eins og Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra sem var fyrsti formaður
Atgeirsins. Síðasta ritverk Lúðvíks Kristjánssonar, eins helsta fræðimanns
okkar um sögu Jóns Sigurðssonar, fjallar einmitt um Jón og geirunga.
Eins og tryggir lesendur Andvara vita hefur ritið ævinlega birt ítarleg ævi-
ágrip íslenskra merkismanna. Fyrsta greinin af því tagi fjallaði einmitt um Jón
Sigurðsson og birtist í sjötta árgangi ritsins, 1880. Höfundur hennar var séra
Eiríkur Briem prófastur, gagnkunnugur forsetanum og hafði flutt ræðu við
minningarathöfn um þau hjón, Jón og Ingibjörgu, í Kaupmannahöfn. Grein
Eiríks er endurprentuð fremst í fyrsta bindi ritsafnins Merkir íslendingar,
árið 1947. Þar eru tekin upp æviágrip úr Andvara og gaf Þorkell Jóhannesson
safnið út. Þetta ritsafn var sex bindi og síðar kom út nýr flokkur þess, jafn-
mörg bindi, undir umsjón Jóns Guðnasonar. Er hér um að ræða einstætt safn
heimilda um forustumenn í íslensku þjóðlífi og mætti vissulega hyggja að því
að taka þann þráð upp aftur.
Þorkell Jóhannesson kveður svo að orði um grein Eiríks Briem í formála
að upphafsbindi Merkra íslendinga að hann ætli „að betri ævisaga af þessari
gerð hafi eigi rituð verið á Islandi, og mundi hún sóma sér vel í úrvali bestu
ævisagna sem yfirleitt hafa skráðar verið.“ Af þessu mati hins mikilsvirta
sagnfræðings má marka að harla vel hafi tekist að minnast Jóns Sigurðssonar
nýlátins í Andvara. Síðan hafa ýmsar greinar um Jón og efni sem hann varðar
birst í ritinu.
í tímans rás hefur Þjóðvinafélagið breyst úr stjórnmálasamtökum til þess að
vera almennt, þjóðlegt menningarfélag á vegum Alþingis. Þar með hefur efni
Andvara líka breyst. Um langt skeið hefur það fremur verið af sviði bókmennta
og menningarsögu en stjórnmála. En vel man félagið til uppruna síns og telur
sér sóma af honum sem að líkum lætur. Það er í góðu samhengi við það hlut-
verk Andvara frá upphafi sem að framan var nefnt, að kveðja nú, á tveggja alda
afmæli Jóns Sigurðssonar, nokkurn hóp fræðimanna af ýmsum sviðum til að
semja greinar í ritið um líf og starf forsetans. Hér má sjá sýnishorn þess hversu
hann horfir við okkar samtíma, sem stjórnmálaforingi og fræðimaður. Hann
er enn sem fyrr í augum manna tákngervingur íslenskrar sjálfstæðisbaráttu, en
eftir því sem frá leið þokaðist hann æ meir upp í ríki goðsögunnar og maðurinn
sjálfur fjarlægðist að sama skapi. í seinni tíð hefur góðu heilli verið reynt að
færa hann nær okkur, enda hollast að minnast þess að þjóðhetjur og þjóðardýr-
lingar eru mennskir menn, og manndýrkun er aldrei heilsusamleg til lengdar.
Greinar Andvara um Jón forseta nú eru í anda hins „mannlega“ viðhorfs sam-
tímans. I þetta sinn er Ingibjörgu konu hans ekki gleymt, enda hæfir það ekki
að hennar mikli hlutur í ævi og störfum Jóns liggi í láginni.