Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 8

Andvari - 01.01.2011, Síða 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI fyrstu ár Þjóðvinafélagsins störfuðu til hliðar við það samtök ungra stuðn- ingsmanna Jóns forseta sem nefndust Atgeirinn. Félagarnir voru oft nefndir geirungar og voru þar ýmsir menn sem mjög létu að sér kveða í stjórnmálum síðar, eins og Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra sem var fyrsti formaður Atgeirsins. Síðasta ritverk Lúðvíks Kristjánssonar, eins helsta fræðimanns okkar um sögu Jóns Sigurðssonar, fjallar einmitt um Jón og geirunga. Eins og tryggir lesendur Andvara vita hefur ritið ævinlega birt ítarleg ævi- ágrip íslenskra merkismanna. Fyrsta greinin af því tagi fjallaði einmitt um Jón Sigurðsson og birtist í sjötta árgangi ritsins, 1880. Höfundur hennar var séra Eiríkur Briem prófastur, gagnkunnugur forsetanum og hafði flutt ræðu við minningarathöfn um þau hjón, Jón og Ingibjörgu, í Kaupmannahöfn. Grein Eiríks er endurprentuð fremst í fyrsta bindi ritsafnins Merkir íslendingar, árið 1947. Þar eru tekin upp æviágrip úr Andvara og gaf Þorkell Jóhannesson safnið út. Þetta ritsafn var sex bindi og síðar kom út nýr flokkur þess, jafn- mörg bindi, undir umsjón Jóns Guðnasonar. Er hér um að ræða einstætt safn heimilda um forustumenn í íslensku þjóðlífi og mætti vissulega hyggja að því að taka þann þráð upp aftur. Þorkell Jóhannesson kveður svo að orði um grein Eiríks Briem í formála að upphafsbindi Merkra íslendinga að hann ætli „að betri ævisaga af þessari gerð hafi eigi rituð verið á Islandi, og mundi hún sóma sér vel í úrvali bestu ævisagna sem yfirleitt hafa skráðar verið.“ Af þessu mati hins mikilsvirta sagnfræðings má marka að harla vel hafi tekist að minnast Jóns Sigurðssonar nýlátins í Andvara. Síðan hafa ýmsar greinar um Jón og efni sem hann varðar birst í ritinu. í tímans rás hefur Þjóðvinafélagið breyst úr stjórnmálasamtökum til þess að vera almennt, þjóðlegt menningarfélag á vegum Alþingis. Þar með hefur efni Andvara líka breyst. Um langt skeið hefur það fremur verið af sviði bókmennta og menningarsögu en stjórnmála. En vel man félagið til uppruna síns og telur sér sóma af honum sem að líkum lætur. Það er í góðu samhengi við það hlut- verk Andvara frá upphafi sem að framan var nefnt, að kveðja nú, á tveggja alda afmæli Jóns Sigurðssonar, nokkurn hóp fræðimanna af ýmsum sviðum til að semja greinar í ritið um líf og starf forsetans. Hér má sjá sýnishorn þess hversu hann horfir við okkar samtíma, sem stjórnmálaforingi og fræðimaður. Hann er enn sem fyrr í augum manna tákngervingur íslenskrar sjálfstæðisbaráttu, en eftir því sem frá leið þokaðist hann æ meir upp í ríki goðsögunnar og maðurinn sjálfur fjarlægðist að sama skapi. í seinni tíð hefur góðu heilli verið reynt að færa hann nær okkur, enda hollast að minnast þess að þjóðhetjur og þjóðardýr- lingar eru mennskir menn, og manndýrkun er aldrei heilsusamleg til lengdar. Greinar Andvara um Jón forseta nú eru í anda hins „mannlega“ viðhorfs sam- tímans. I þetta sinn er Ingibjörgu konu hans ekki gleymt, enda hæfir það ekki að hennar mikli hlutur í ævi og störfum Jóns liggi í láginni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.