Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 14

Andvari - 01.01.2011, Side 14
12 GUÐJÓN FRIÐRIKSSON ANDVARI / Jón Sigurðsson fæddist 17. júní 1811. Faðir hans, séra Sigurður Jónsson á Hrafnseyri, var einn af hinum dugmiklu Arnfirðingum. Þó að hann væri prestur var hann jafnframt erfiðismaður við búskap og sjósókn og var sjálfur formaður fyrir áhöfn Hrafnseyrarskipsins sem gert var út frá ystu nesjum við Arnarfjörð. Sagnir herma að hann hafi verið við útróðra frá Svalvogahamri þegar Jón litli fæddist. Móðir Jóns var Þórdís Jónsdóttir. Hún var alin upp á Söndum í Dýrafirði og sögð allvel lærð ekki síður en bóndi hennar. Þau höfðu verið í barnlausu hjónabandi í átta ár þegar frumburðurinn, Jón Sigurðsson, fæddist. Hann var því langþráð barn, sannkallað óskabarn. Síðan eignuðust þau tvö börn til viðbótar, Jens sem fæddur var 1813, síðar rektor í Reykjavík, og Margréti, fædda 1816, síðar húsfreyju á Steinanesi í Arnarfirði. Prestshjónin, séra Sigurður og Þórdís, voru bæði af fyrirfólki komin, prests- börn, og í ættum þeirra voru ýmsir þekktir málafylgjumenn og lærdómsmenn. Afi Jóns og alnafni, séra Jón Sigurðsson á Hrafnseyri, sem hann ólst upp með, var kunnur af að láta ekki hlut sinn fyrir nokkrum manni en langalangafi Jóns í móðurætt var Mála-Snæbjörn Pálsson bóndi á Sæbóli á Ingjaldssandi sem nafnkunnur var fyrir málaferli við ýmsa stórbokka. Ömmubróðir Jóns í föðurætt var Jón Ólafsson varalögmaður sem lært hafði við Hafnarháskóla. Hann notaði tækifærið á hinu stutta valdaskeiði Struense greifa, þegar ritskoðun var aflétt í ríkjum Danakonungs, til að skrifa tvo bæklinga sem gefnir voru út í Kaupmannahöfn árið 1771. Þar lagði hann til að einokunarverslunin yrði afnumin og setti fram þrjár mismunandi til- lögur um útfærslu nýs fyrirkomulags á versluninni. Sú fyrsta gekk út á að íslandsverslunin yrði einungis gefin frjáls þegnum Danakonungs, sem varð svo að veruleika 15 árum síðar, önnur að allar evrópskar þjóðir fengju rétt til að versla á íslandi en yrðu þó að geiða toll til konungs. Sú þriðja gekk út á að íslendingar sjálfir tækju verslunina í sínar hendur og fengju rétt til að versla frjálst við hvaða þjóð sem væri. Eitt helsta kappsmál Jóns Sigurðssonar, þegar fram liðu tímar, var frjáls verslun og er ekki að efa að hann hefur verið meðvitaður um þátt ömmubróður síns, Jóns Ólafssonar, í tillögum um nýtt verslunarfyrirkomulag. Fáum sögum fer af uppeldi Jóns Sigurðssonar. Honum hefur sjálfsagt verið haldið ungum til bókar en börn voru einnig látin vinna strax og þau höfðu aldur til. Vitað er að hann reri um fermingaraldur eina vetrarvertíð á skipi föður síns frá verstöðinni í Verdölum. Fékk hann því framgengt með barns- legu harðfylgi að fá að róa sem fullgildur háseti en ekki hálfdrættingur og lýsir það skapgerð hans; metnaði og kappgirni. Jón Sigurðsson var fermdur 9. apríl 1825 og fékk umsögnina „vel læs, kunnandi og frómlyndur". Prestur nokkur minntist Jóns 12 ára sem „gæfs og gáfulegs pilts“. Hann var bók-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.