Andvari - 01.01.2011, Side 17
ANDVARI
JÓN SIGURÐSSON 1811-2011
15
ráðin. Hann var meðal annars fenginn til að aðstoða Sveinbjörn Egilsson,
einn helsta málfræðing þjóðarinnar, við að lesa forn handrit og gerðist svo
leikinn að Sveinbjörn sagði síðar að hann hefði reynst sér fremri að ráða
fram úr fornu letri. Steingrímur biskup sparaði Jóni heldur ekki lofsyrðin og
sagði að frekar hefði hann viljað hafa Jón einan á skrifstofunni hjá sér en
tvo aðra.
Áður en Jón Sigurðsson sigldi til náms til Kaupmannahafnar 1833 trúlofað-
ist hann náfrænku sinni, Ingibjörgu, dóttur Einars Jónssonar borgara. Hún var
sjö árum eldri en hann, fædd 1804, og hugðist hún bíða í festum þar til hann
lyki námi. Ekki óraði þau þó fyrir þá að þau þyrftu að bíða endurfunda í nær
12 ár.
í Kaupmannahöfn fékk Jón inni á Garði eins og aðrir íslenskir stúdentar
en Garður var þá eitt helsta hreiður uppreisnarmanna gegn danska einveldinu.
Stúdentar voru í fararbroddi þeirra sem vildu aukin mannréttindi og afnám
ritskoðunar. Júlíbyltingin í París 1830 hafði meðal annars orkað sterkt á hugi
þeirra. Vafalaust varð Jón Sigurðsson strax fyrir áhrifum af þessum stúdenta-
hræringum en hann hafði sig ekkert í frammi fyrr en löngu seinna.
Framan af stundaði Jón Sigurðsson nám sitt af kappi. Að loknum forpróf-
um, þar sem hann fékk háar einkunnir, lagði hann stund á málfræði og sögu.
Hinn forni íslenski sagnaarfur var í miklum metum í Danmörku á þessum
árum og haldið á lofti af helstu andans mönnum, svo sem skáldunum Adam
Oehlenschlæger, forgöngumanni rómantísku stefnunnar í Danmörku, og N.F.
S. Grundtvig, boðbera nýrra hugmynda í trúmálum og skólamálum. Dugandi
íslenskir stúdentir voru því eftirsóttir til vinnu í Kaupmannahöfn og á margan
hátt í góðum metum því að þeir gátu fyrirhafnarlítið lesið forn handrit. Jón
naut þess einnig að hafa verið í Laugarnesi, þaðan hafði hann góð meðmæli
og hann fékk fljótt orð fyrir færni og mikla iðjusemi. Hann fékk nóga vinnu
með náminu sem ekki veitti af því hann hafði engan fjárhagslegan bakhjarl.
En fyrir vikið varð námið stundum að sitja á hakanum. Raunar lauk hann
aldrei prófi.
Rúmu ári eftir að hann kom til Kaupmannahafnar var hann ráðinn annar
styrkþega Árnasafns og fékk þar að auki verkefni fyrir Hið konunglega
norræna fornfræðafélag og Danska vísindafélagið. Á sumrin varð hann að
stunda heræfingar eins og aðrir stúdentar í Kongens Livkorps, stúdenta-
herdeildunum. Síðar lýsti Páll Melsteð, sem var samtíma Jóni Sigurðssyni í
Kaupmannahöfn, honum svo á þessum árum:
„Hann var hrafnsvartur á hár, augun dökkbrún og óvenjulega fjörug. Hann
var skýrmæltur og nokkuð harðmæltur, vel meðalmaður á hæð en dálítið
alútur. Jón var fríður maður sýnum og öllum stúlkum leist vel á hann.“