Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 17

Andvari - 01.01.2011, Page 17
ANDVARI JÓN SIGURÐSSON 1811-2011 15 ráðin. Hann var meðal annars fenginn til að aðstoða Sveinbjörn Egilsson, einn helsta málfræðing þjóðarinnar, við að lesa forn handrit og gerðist svo leikinn að Sveinbjörn sagði síðar að hann hefði reynst sér fremri að ráða fram úr fornu letri. Steingrímur biskup sparaði Jóni heldur ekki lofsyrðin og sagði að frekar hefði hann viljað hafa Jón einan á skrifstofunni hjá sér en tvo aðra. Áður en Jón Sigurðsson sigldi til náms til Kaupmannahafnar 1833 trúlofað- ist hann náfrænku sinni, Ingibjörgu, dóttur Einars Jónssonar borgara. Hún var sjö árum eldri en hann, fædd 1804, og hugðist hún bíða í festum þar til hann lyki námi. Ekki óraði þau þó fyrir þá að þau þyrftu að bíða endurfunda í nær 12 ár. í Kaupmannahöfn fékk Jón inni á Garði eins og aðrir íslenskir stúdentar en Garður var þá eitt helsta hreiður uppreisnarmanna gegn danska einveldinu. Stúdentar voru í fararbroddi þeirra sem vildu aukin mannréttindi og afnám ritskoðunar. Júlíbyltingin í París 1830 hafði meðal annars orkað sterkt á hugi þeirra. Vafalaust varð Jón Sigurðsson strax fyrir áhrifum af þessum stúdenta- hræringum en hann hafði sig ekkert í frammi fyrr en löngu seinna. Framan af stundaði Jón Sigurðsson nám sitt af kappi. Að loknum forpróf- um, þar sem hann fékk háar einkunnir, lagði hann stund á málfræði og sögu. Hinn forni íslenski sagnaarfur var í miklum metum í Danmörku á þessum árum og haldið á lofti af helstu andans mönnum, svo sem skáldunum Adam Oehlenschlæger, forgöngumanni rómantísku stefnunnar í Danmörku, og N.F. S. Grundtvig, boðbera nýrra hugmynda í trúmálum og skólamálum. Dugandi íslenskir stúdentir voru því eftirsóttir til vinnu í Kaupmannahöfn og á margan hátt í góðum metum því að þeir gátu fyrirhafnarlítið lesið forn handrit. Jón naut þess einnig að hafa verið í Laugarnesi, þaðan hafði hann góð meðmæli og hann fékk fljótt orð fyrir færni og mikla iðjusemi. Hann fékk nóga vinnu með náminu sem ekki veitti af því hann hafði engan fjárhagslegan bakhjarl. En fyrir vikið varð námið stundum að sitja á hakanum. Raunar lauk hann aldrei prófi. Rúmu ári eftir að hann kom til Kaupmannahafnar var hann ráðinn annar styrkþega Árnasafns og fékk þar að auki verkefni fyrir Hið konunglega norræna fornfræðafélag og Danska vísindafélagið. Á sumrin varð hann að stunda heræfingar eins og aðrir stúdentar í Kongens Livkorps, stúdenta- herdeildunum. Síðar lýsti Páll Melsteð, sem var samtíma Jóni Sigurðssyni í Kaupmannahöfn, honum svo á þessum árum: „Hann var hrafnsvartur á hár, augun dökkbrún og óvenjulega fjörug. Hann var skýrmæltur og nokkuð harðmæltur, vel meðalmaður á hæð en dálítið alútur. Jón var fríður maður sýnum og öllum stúlkum leist vel á hann.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.