Andvari - 01.01.2011, Page 21
andvari
JÓN SIGURÐSSON 1811-2011
19
V
Jón Sigurðsson var orðinn þekktur um allt ísland fyrir skrif sín í Nýfélagsrit
og önnur blöð. Fyrstu þingkosningarnar áttu að fara fram 1844 og tók Jón að
huga að þingsæti fyrir sjálfan sig. Grundvöllur þess að hann gæti boðið sig
fram var að hann átti jarðarpart í Gljúfurá í Arnarfirði, sem byggðist á gjöf
frá afa hans á sínum tíma, en kjörgengi var háð eign. Ákvað hann að bjóða
sig fram fyrir ísafjarðarsýslu þó að hann hefði ekki komið vestur síðan hann
var 18 ára gamall og hefði engin tök á koma sjálfur heim fyrir kosningarnar.
En hann átti öfluga stuðningsmenn vestra. Drýgstur mun hafa verið Ólafur
E. Johnsen á Stað í Reykhólasveit, náfrændi Jóns og bróðir Ingibjargar. Hann
ferðaðist um ísafjarðarsýslu og rak áróður fyrir kjöri Jóns. Tveir menn vestra
sem höfðu hrifist af skrifum Jóns en aldrei hitt hann voru einnig öflugir áróð-
ursmenn fyrir hann. Þetta voru þeir Magnús Einarsson á Hvilft í Önundar-
firði og Gísli ívarsson verslunarþjónn á ísafirði. í bréfi 1842 ávarpaði Gísli
Jón með orðunum „dýrmæti landi og föðurlandselskari" og sýnir það vonirnar
sem bundnar voru við þennan unga mann í Kaupmannahöfn. Kjörfundur var
haldinn í kirkjunni á ísafirði 13. apríl 1844 og þar var Jón kjörinn þingmaður
Isfirðinga með 50 af 52 greiddum atkvæðum. Þingsætinu átti hann eftir að
halda til æviloka.
Hið fyrsta endurreista Alþingi, sem háð var á sal Lærða skólans í Reykjavík
sumarið 1845, fór að mestu vel fram og með hófsömum hætti. Jón Sigurðsson
tók þar afgerandi forystu meðal almennra þingmanna en skoðanir hans voru
þá fullmótaðar í flestum höfuðmálum að því er varðaði ísland. Hann var
kosinn í fjölmargar nefndir og var framsögumaður þeirra margra. Það voru
helst hinir konungkjörnu þingmenn, flestir embættismenn af gamla skólanum,
sem höfðu horn í síðu hans.
Áður en þingstörf hófust fór Jón í kjördæmi sitt í ísafjarðarsýslu og hélt þar
fundi með kjósendum sínum og eftir að þingi lauk sendi hann bréf vestur um
störf þingsins og álit sitt á þeim. Hann var þannig að móta ný vinnubrögð sem
síðar áttu eftir að einkenna störf og skyldur þingmanna í kjördæmum sínum.
Meðan hann var í Reykjavík lá til hans stöðugur straumur manna, bæði þing-
manna og annarra sem koma sumir langt að til að fá að hitta þennan mann
eða ná tali af honum. Einn þingmanna skrifaði ári seinna og sagði að sér
hefði blöskrað sá átroðningur „nótt og nýtan dag“ sem Jón hefði orðið fyrir
uf öllum meðan á þinginu stóð. Jón Sigurðsson var stjarna þingsins og þegar
orðinn átrúnaðargoð Islendinga. Bóndi norður í landi skrifaði 1846: „Allir
held ég nú þekki nafn Jóns Sigurðssonar. Hann er af öllum almúga lofaður...“
Það sem helst tók tíma hins fyrsta endurreista Alþingis var baráttan fyrir
því að það væri háð fyrir opnum tjöldum, rýmkun kosningaréttar og kjör-
gengis, að íslendingar fengju að versla frjálst við allar þjóðir og frumvarp