Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 24

Andvari - 01.01.2011, Síða 24
22 GUÐJÓN FRIÐRIKSSON ANDVARI fremstur í flokki. Flestir konungkjörnu þingmennirnir og einn kjördæma- kjörinn fylgdu hins vegar Trampe að málum og sóttu ekki þessa fundi. Þegar ljóst var að ekki gekk saman með fylkingum á þjóðfundinum tók Trampe stiftamtmaður til bragðs að slíta honum fyrirvaralaust. Við þetta varð mikil háreisti meðal þingmanna. Þeir steyttu hnefa og hrópuðu ókvæðisorð. Jón Sigurðsson, leiðtogi meirihluta þingmanna, tók til máls og sagðist mótmæla þessari aðferð í nafni konungs og þjóðarinnar og áskilja sér rétt til að kæra þessa lögleysu. Við þessi orð strunsuðu þeir Trampe og Páll Melsteð, forseti þjóðfundarins, út úr salnum en flestir fulltrúarnir stóðu á fætur og hrópuðu í einu hljóði: „Vér mótmælum allir.“ Eftir að þjóðfundurinn fór út um þúfur hertu dönsk stjórnvöld tökin á Islendingum með ýmsum aðgerðum, meðal annars brottvikningu emb- ættismanna úr starfi, og dregið var úr fjárstuðningi við vísindastörf Jóns í Kaupmannahöfn. Sá mikli stjórnmálaáhugi sem vaknað hafði með íslend- ingum, eftir að einveldið var afnumið, dofnaði á næstu árum aftur til muna. En atburðirnir á þjóðfundinum voru að mörgu leyti hápunkturinn á ferli Jóns Sigurðssonar og hafa þeir meitlað sig í hug Islendinga. Þó að fátt nýtt gerðist náðist mikill áfangi árið 1855 þegar íslendingar fengu fullt frelsi til að versla við allar þjóðir. Það var ekki síst baráttu Jóns Sigurðssonar að þakka en hann reri óspart í dönskum þingmönnum að koma þessu fram og má kalla þetta fyrsta verulega árangurinn af stjórnmálabaráttu hans. Jón vildi opna ísland sem mest fyrir öðrum þjóðum, stuðla að nýjum verslunarsamböndum við Breta og Norðmenn og var hlynntur því að Frakkar fengju að reisa stóra fiskverkunarstöð í Dýrafirði 1856. Það síðastnefnda átti þó hvorki ekki upp á pallborðið hjá löndum hans né dönskum stjórvöldum. Þó að Jón Sigurðsson sé þekktastur nú til dags fyrir stjórnmálabaráttu sína voru þó vísindastörfin, einkum við handritarannsóknir og útgáfa, lifibrauð hans alla tíð og í þeim var hann afar vandvirkur, mikilvirkur og nútímalegur í vinnubrögðum enda virtur vísindamaður í dönskum fræðaheimi. Hann var annar tveggja styrkþega Árnasafns frá 1835 og ritari Árnanefndar, sem sá um safnið, frá 1848. Jón starfaði einnig mikið fyrir hið auðuga Konunglega nor- ræna fornfræðafélag og var skjalavörður þess í mörg ár. Þá vann hann árum saman fyrir Danska vísindafélagið að útgáfu danskra frumheimilda. Allt frá fyrstu stúdentsárum sínum í Kaupmannahöfn tók Jón Sigurðsson ennfremur að sér verkefni fyrir Hafnardeild Hins íslenska bókmenntafélags. Hann var kosinn ritari félagsins árið 1841 og frá 1851 var hann forseti þess og gegndi því embætti til dauðadags. Landar hans í Kaupmannahöfn kölluðu hann því „forseta“ og er þaðan forsetanafnið komið. Bókmenntafélagið gekkst fyrir viðamikilli útgáfustarfsemi og var Jón potturinn og pannan í henni. Fyrir utan margháttaðar vísindalegar útgáfur á íslenskum fornritum, svo sem Snorra-Eddu, íslendingasögum og fornkvæðum, og heildarútgáfum á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.