Andvari - 01.01.2011, Side 28
26
GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
ANDVARI
Jón sagði að Jón Sigurðsson hefði jafnan verið í þessum stellingum þegar
hann flutti mál sitt á þingi en stöku sinnum hefði hann þó stungið hægri
hendinni inn á brjóstið og lagt vinstri höndina aftur fyrir bakið. Aldrei hefði
hann hins vegar staðið álútur og stutt höndum á borðið eins og sumra þing-
manna hefði verið siður. Jón Ólafsson sagði ennfremur:
„Rómur Jóns var þægilegur, einkar skýr. Hann talaði mátulega hratt, talaði
alvarlega og rökvíslega, beitti örsjaldan kímni í ræðu sinni. Hann talaði
hiklaust og skipulega og varð aldrei setningafall.“
í umræðum á Alþingi 1869 hélt Jón eina sína eftirminnilegustu ræðu þar
sem hann rakti baráttuna fyrir auknum landsréttindum og skýrði þann sögu-
lega grundvöll sem hún byggðist á. Svo margir vildu hlýða að mikill troðn-
ingur myndaðist á áheyrendapöllum í sal Lærða skólans, dyrnar á salnum
voru opnar og þar var mannfjöldi langt fram á gang. Ræðan gekk síðar undir
nafninu Stóra ræðan. Matthías Jochumsson var viðstaddur og sagði síðar í
endurminningum:
... ægði þingmönnum svo að flestir eða allir urðu yfirkomnir af mælsku
hans og yfirburðum og helsti mótstöðumaður hans, Benedikt Sveinsson,
hrópaði: „Það vildi ég að slíkur maður lifði eilíflega!“
IX
íbúðin sem Jón og Ingibjörg bjuggu í á árunum 1852-1879 var í hornskökku
húsi (Jónshúsi) á horni 0stervoldgade og Stokhusgade í Kaupmannahöfn.
Björn M. Olsen kom til Kaupmannahafnar 1872, og hann sagði í minningum
um Jón:
„Hann hafði opið hús, að mig minnir einu sinni í viku... og var þá oftast
fjölmennt hjá honum af íslendingum, einkum þó af hinum yngri mönnum.
Við komum oftast um klukkan sjö því að við vissum að Jón tók sér venjulega
hvíld um það leyti dags frá störfum sínum og vann sjaldan eftir þann tíma.
Bæði voru þau hjón samvalin í því að fagna gestum. Jón sat oftast við skrif-
borð sitt, þegar við komum, og var að starfa, lesa eða skrifa, klæddur í langan
slopp ystan klæða, með vestið flakandi frá sér, en innan undir vestinu skein í
snjóhvíta ermaskyrtu. Hann stóð upp, jafnskjótt sem gestirnir komu, fagnaði
þeim og bauð þeim til sætis í legubekk sem stóð við einn vegg stofunnar og
á stólum kringum ávalt borð, sem stóð fyrir framan legubekkinn en sjálfur
flutti hann skrifborðsstól sinn að öðrum borðsendanum og settist í hann. Var
þá skrafað og skeggrætt þangað til húsfreyja kom inn og bauð mönnum til
borðs. Á borðum var alltaf íslenskur matur alls konar... Eftir mat gengu menn
aftur inn í skrifstofu Jóns og settust eins og áður kringum borðið. Þá voru
boðnir vindlar, langir og mjóir, fremur léttir en bragðgóðir, sérstök tegund