Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 28

Andvari - 01.01.2011, Síða 28
26 GUÐJÓN FRIÐRIKSSON ANDVARI Jón sagði að Jón Sigurðsson hefði jafnan verið í þessum stellingum þegar hann flutti mál sitt á þingi en stöku sinnum hefði hann þó stungið hægri hendinni inn á brjóstið og lagt vinstri höndina aftur fyrir bakið. Aldrei hefði hann hins vegar staðið álútur og stutt höndum á borðið eins og sumra þing- manna hefði verið siður. Jón Ólafsson sagði ennfremur: „Rómur Jóns var þægilegur, einkar skýr. Hann talaði mátulega hratt, talaði alvarlega og rökvíslega, beitti örsjaldan kímni í ræðu sinni. Hann talaði hiklaust og skipulega og varð aldrei setningafall.“ í umræðum á Alþingi 1869 hélt Jón eina sína eftirminnilegustu ræðu þar sem hann rakti baráttuna fyrir auknum landsréttindum og skýrði þann sögu- lega grundvöll sem hún byggðist á. Svo margir vildu hlýða að mikill troðn- ingur myndaðist á áheyrendapöllum í sal Lærða skólans, dyrnar á salnum voru opnar og þar var mannfjöldi langt fram á gang. Ræðan gekk síðar undir nafninu Stóra ræðan. Matthías Jochumsson var viðstaddur og sagði síðar í endurminningum: ... ægði þingmönnum svo að flestir eða allir urðu yfirkomnir af mælsku hans og yfirburðum og helsti mótstöðumaður hans, Benedikt Sveinsson, hrópaði: „Það vildi ég að slíkur maður lifði eilíflega!“ IX íbúðin sem Jón og Ingibjörg bjuggu í á árunum 1852-1879 var í hornskökku húsi (Jónshúsi) á horni 0stervoldgade og Stokhusgade í Kaupmannahöfn. Björn M. Olsen kom til Kaupmannahafnar 1872, og hann sagði í minningum um Jón: „Hann hafði opið hús, að mig minnir einu sinni í viku... og var þá oftast fjölmennt hjá honum af íslendingum, einkum þó af hinum yngri mönnum. Við komum oftast um klukkan sjö því að við vissum að Jón tók sér venjulega hvíld um það leyti dags frá störfum sínum og vann sjaldan eftir þann tíma. Bæði voru þau hjón samvalin í því að fagna gestum. Jón sat oftast við skrif- borð sitt, þegar við komum, og var að starfa, lesa eða skrifa, klæddur í langan slopp ystan klæða, með vestið flakandi frá sér, en innan undir vestinu skein í snjóhvíta ermaskyrtu. Hann stóð upp, jafnskjótt sem gestirnir komu, fagnaði þeim og bauð þeim til sætis í legubekk sem stóð við einn vegg stofunnar og á stólum kringum ávalt borð, sem stóð fyrir framan legubekkinn en sjálfur flutti hann skrifborðsstól sinn að öðrum borðsendanum og settist í hann. Var þá skrafað og skeggrætt þangað til húsfreyja kom inn og bauð mönnum til borðs. Á borðum var alltaf íslenskur matur alls konar... Eftir mat gengu menn aftur inn í skrifstofu Jóns og settust eins og áður kringum borðið. Þá voru boðnir vindlar, langir og mjóir, fremur léttir en bragðgóðir, sérstök tegund
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.