Andvari - 01.01.2011, Page 33
andvari
FORSETINN f SÖGURITUN ÍSLENDINGA
31
sterkur, að hann hjelt ávalt því einu fram, sem hann vissi sannast og rjettast og hann
ætlaði farsælast fyrir fósturland vort. Aptur á móti leit hann eigi, eins og mörgum er
títt, á það, hvað best mundi borga sig fyrir hann sjálfan.
Jónas Jónsson hefur vissulega nokkur lofsyrði um forsetann en varla nein
svona hástemmd. Hann segir að Jón hafi verið „afburða fróður og vandvirkur
vísindamaður“. Orsök þess að Danir létu smám saman undan sjálfstæðis-
baráttu íslendinga var að hluta til „festa og þrautseigja“ Jóns. í heimboðum
sínum var hann „hrókur alls fagnaðar, hverjum manni skýrari, fróðari og
fyndnari.“ En helsta nýjung Jónasar er sú að hann fer inn á einkasvið Jóns.
Þannig byrjar hann á að leiða lesendur til fundar við hann meðan hann var á
þeirra aldri og tryggir þannig strax að þeir gangi í flokk hans:
Heldur var þröngt í búi á Eyri á fyrri búskaparárum Sigurðar. Reri prestur þá árlega til
fiskjar með húskörlum sínum. Þegar Jón var kominn um fermingu, tók faðir hans hann
með sér í verið, og eru munnmæli um að Jón hafi þá átt að vera hálfdrættingur. En hann
undi því illa og þóttist eiga heilan hlut eins og hinir hásetarnir og hafði sitt fram.
Jónas mun líka hafa orðið fyrstur til að skrifa Ingibjörgu Einarsdóttur inn í
kanón íslandssögunnar, en sjálfsagt er það ekki annað en mistök hans þegar
hann dregur úr aldursmun þeirra hjóna svo að nemur fjórum árum og skrifar:
»Einar [kaupmaður í Reykjavík, föðurbróðir Jóns] átti dóttur, Ingibjörgu að
nafni. Var hún þremur árum eldri en Jón.10 Þau frændsystkini felldu hugi
saman en giftust þó eigi fyr en mörgum árum síðar.“ Þá eru lesendur leiddir
inn á heimili Jóns þar sem „þau hjón“ höfðu opið hús einu sinni í viku og
„húsfreyja ... bauð mönnum til borðs ...“ Sagt er frá andláti Ingibjargar og
endað á tilfinningaþrunginni yfirlýsingu: „Börn höfðu þau engin átt, en allir
Islendingar voru börn þeirra.“H
Strax skal tekið fram að hlutur Ingibjargar í sögu Jóns átti ekki eftir að
aukast neitt eftir þetta. Með vaxandi sjálfstæði og sjálfstæðiskröfum kvenna
hefur aukist áhugi sagnaritara á öðrum konum en þeim sem stóðu dyggilega
við hlið merkra eiginmanna sinna. Er Ingibjörg því úr þessari frásögn.
Þegar Jónas tók Jón svona persónulegum tökum naut hann þess að mikið
efni hafði verið gefið út um hann í Skírni á aldarafmæli hans, 1911. Þar á
meðal er sagan af kröfu hans um að fá heilan hlut.12 En aðalatriðið er auðvitað
að Jónas hafði fágætan smekk til að skrifa fyrir börn.
Síðan þetta gerðist hefur Jón lengst af átt sér öruggt og næsta óbreytt sæti
1 námsefni grunnskóla. Þórleifur Bjarnason þræddi efnið úr íslandssögu
Jónasar frá Hriflu af stakri tryggð, rakti söguna af vertíðarhlutnum, stjórn-
málaferil Jóns, mótmæli hans á þjóðfundi, gestaboðin í Kaupmannahöfn
°g klykkti út með ávarpi Þingvallafundar 1874 til hans, alveg eins og séra
Þorkell Bjarnason hafði gert.13 Meðan starfshópur um samfélagsfræði starf-