Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 35

Andvari - 01.01.2011, Side 35
andvari FORSETINN í SÖGURITUN ÍSLENDINGA 33 Tólf árum síðar gaf Jón Aðils út annað íslandssöguyfirlit, bók sem var „sér- staklega ætluð til kenslu í hinum æðri mentastofnunum vorum .. ,“19 Þar fer höfundur svolítið aðra leið að Jóni Sigurðssyni en hann og aðrir höfðu gert áður. Fyrst er þar frásögn af stjórnskipunarþróun íslands frá því um 1830 til 1874. Jón Sigurðsson kemur inn í þá sögu í kringum stofnun Alþingis, er síðan aðalpersóna hennar alla tíð, uns Þingvallafundur sendir honum ávarp sitt árið 1874. Þá kemur sérstakur kafli sem ber nafn Jóns og rekur ævi hans, útgáfu Nýrra félagsrita, kenningu Jóns um landsréttindi íslands, afskipti af verslunar- frelsismáli, fjárkláðamáli og skólamálum.20 Hér stendur höfundur jafnan með söguhetju sinni og ber lof á hana:21 Meðan Jón Sigurðsson lifði, var hann höfðingi og leiðtogi íslendinga í öllum greinum, enda hafði hann ýmislegt það við sig, er vakti ósjálfrátt lotningu manna og traust. Hann var mjög höfðinglegur maður, svipurinn hreinn og bjartur, og augun skær og fögur. Hann var einarður og hreinskilinn í allri framgöngu, og talaði jafnan það, er honum bjó í brjósti, en kunni þó vel að stilla orðum sínum. ... Gáfur hans voru sérlega góðar, skilningurinn skarpur og minnið afbragðs gott. Honum var létt um að koma fyrir sig orði, hvort sem var í ræðu eða riti, og á þingi þótti hann manna mælskastur. Þó verður þetta lof hvergi alveg eins hástemmt og í íslensku þjóðerni, og hér er, jafnvel í fyrsta sinn í prentaðri íslandssögu, varpað örlitlum skugga á forsetann. Þar sem sleppt er úr tilvitnuninni hér á undan segir: „Ráðríkur þótti hann stundum í meira lagi, og þoldi eigi vel, að menn deildu við hann. Tók hann þvert fyrir það, er honum var á móti skapi, og var það þá eigi fyrir ístöðulitla menn að mæla í móti honum.“ Athyglisvert er líka í kaflanum á undan að höfundur tekur sér gott rúm til að segja frá Þingvallafundi 1873 þar sem Jón var borinn ofurliði af mönnum sem vildu ganga lengra í sjálf- stæðiskröfum en hann taldi vit í að gera.22 Hér vottar fyrir afstöðubreytingu hjá höfundi síðan hann gaf íslenskt þjóðerni út 1903, og stafar kannski af þvi að hann var sjálfur kominn inn í langvarandi og sjálfsagt þreytandi þref um stjórnmál og stjórnskipunarmál íslands; hann sat á Alþingi á árunum 1911-13. , Eftir Jón Aðils hefur Jón Sigurðsson haldið hlut sínum fyllilega í Islandssögum fyrir framhaldsskólastig. Arnór Sigurjónsson skrifaði 13 blað- síðna langan kafla með titlinum „Jón Sigurðsson og sjálfstæðismálið“.23 Egill T Stardal skrifaði nauðalíka frásögn af Jóni og stjórnmálum um daga hans 24 Heimir Þorleifsson afmarkaði ævisögur manna í smáletruðum klausum með ntyndum af söguhetjunni. Efnisatriði í æviágripi Jóns eru nokkurn veginn Þau sömu og í eldri bókum, og sömu hlutir taldir honum til gildis: „Hann var ávallt mesti málafylgjumaður íslendinga í baráttunni við Dani og hélt fram hinum sögulega og þjóðlega rétti landsmanna.“ „Sagnfræðistörf Jóns Sigurðssonar ein nægðu honum til ævarandi frægðar, en þau einkenndust af strangri heimildarýni.“ „Jón var jafnan búsettur í Kaupmannahöfn ... og var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.