Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 38

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 38
36 GUNNAR KARLSSON ANDVARl hátt fenginn sess í þjóðarsögu með því að sjá atriði á öðrum tímum sögunnar í tengslum við sögu hetjunnar. Hún verður þannig stöðugt viðmið sögunnar. Fyrst kemur Jón við söguna hjá Birni Þorsteinssyni í frásögn af sendiför Gottrups lögmanns á konungsfund fyrir hönd íslendinga árið 1701: „í för Gottrups komst á dagskrá sú hugmynd að íslendingar ættu fastan fulltrúa í Kaupmannahöfn. Ekki varð af því að stofnuð væri staða slíks erindreka, en í framkvæmd áttu Islendingar upp frá þessu jafnan einhvern fulltrúa, sem hafði aðgang að konungi og nánustu ráðgjöfum hans; hér var um frægðarmenn íslenskrar sögu að ræða frá Árna Magnússyni til Jóns Sigurðssonar.“ Næst er Jón nefndur í sambandi við stofnun Hins íslenska lærdómslistafélags í Kaupmannahöfn 1779. Af „félagsritum“ þess „drógu síðar nafn „Ný félagsrit“ Jóns Sigurðssonar.“ Þar sem gerð er grein fyrir framhaldsmenntun íslendinga, í kafla um tímabilið 1785-1830, segir að unnt hafi verið að ljúka stúdentsnámi í einkaskólum hjá klerkum, „og var sú námsbraut ekki síður valin piltum sem ætlaður var mikill hlutur, svo sem Grími Thomsen ... og Jóni Sigurðssyni, stjórnmálaleiðtoganum.“ Þá kemur að hinu eiginlega tímabili Jóns, frá því að hann stofnar Ný félagsrit 1841 uns hann andmælir setningu stöðulaga 1871. (Fyrir tilviljun er nafn hans ekki nefnt í tengslum við setningu stjórnar- skrár eða þjóðhátíð 1874, og andlát hans mun ekki vera nefnt.) Eftir að lýkur sögu stjórnskipunarþróunar á tímabili Jóns er nafn hans nefnt í sambandi við félagsskap og samtök á 19. öld, heiðurslaun sem Alþingi veitti honum, Þingvallafund 1885 og stofnun Háskóla íslands 17. júní 1911.31 Að stofndagur lýðveldisins 1944 hafi verið fæðingardagur Jóns hefur þótt of sjálfsagt til að nefna það. En auðvelt er að finna dæmi um það og önnur minningarmörk Jóns í öðrum bókum sem eru ætlaðar ófróðari lesendum.32 Islenskur söguatlas, síðar Islandssagan í máli og myndum, má kallast yfir- litsrit um íslandssögu, og kom bindið um tímabil Jóns Sigurðssonar út árið 1992. Þar er ein opna helguð Jóni sérstaklega, og vottar þar líklega í fyrsta sinn í Islandssöguyfirliti fyrir sjónarmiði sem Guðmundur Hálfdanarson var þá farinn að halda fram og verður drepið á síðar, að sjá mikinn mun á milli frjálshyggju Jóns og viðhorfa íslenskra bænda, sem fylgdu þó stjórnmálahreyfingu hans.33 Árið 2006 kom út mesta yfirlitsrit um Islandssögu 19. aldar fram að þessu, Island í aldanna rás 1800-1899 með Bjarka Bjarnason að aðalhöfundi. Það er til skiptis skrifað í annálsformi og frásagnarköflum þar sem einstök svið eru rakin í allt að aldarlöngu samhengi. í þessu formi reynist einnig hægt að skapa aðalpersónu með því að nefna hana í hvers konar tengslum við annað efni, eins utan ævitíma hennar. Hér er Jón Sigurðsson nefndur á 70 blaðsíðum af 484 sem meginmál bókarinnar þekur eða á sjöundu hverri síðu. Fyrst kemur hann við sögu árið 1811 af því að þá fæddist hann, síðast árið 1899 vegna þess að þá dó Benedikt Sveinsson sem var foringi sjálfstæðisbarátt- unnar „[ejftir andlát Jóns Sigurðssonar“.34 Ekki er bent á þetta hér til að halda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.