Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 40

Andvari - 01.01.2011, Page 40
38 GUNNAR KARLSSON ANDVARI Auðvitað var ekki farið yfir ævisöguna alla við undirbúning þessarar greinar. Líklega mun þó óhætt að segja að hvergi í henni sé hallað á söguhetjuna eða viðurkennt að hún hafi haft rangt fyrir sér í nokkru máli. Þar kemur fyrir beint og augljóst ofmat á Jóni og framlagi hans til þjóðríkismyndunar íslendinga. Þar má til dæmis benda á ummæli höfundar um fjárframlag Dana til land- sjóðs íslands sem var lögfest í stöðulögunum 1871:38 „fjártillagið; það sem það var, var verk Jóns Sigurðssonar.“ Ekki þarf annað en lesa frásögn Páls Eggerts sjálfs til að sjá að öll fjárhagsnefndin 1861, þrír Danir og tveir íslendingar, voru á einu máli um að íslendingar ættu að fá fjárframlag, og upphæðin fór næst því sem miðlunarmennirnir Oddgeir Stephensen og A.F. Tscherning höfðu lagt til.39 Líka kemur fyrir að Páll Eggert fegri hlut Jóns, samkvæmt eigin verðmætamati, með því að hafna heimildum sem vilja smækka hann. Þannig gerir hann lítið úr frásögn blaðsins Víkverja af Þingvallafundi 1873, sem var aðalheimildin um að Jón hefði beðið ósigur á fundinum.40 En síðar kom í ljós heimild sem sýndi að Víkverji hafði í meginatriðum haft rétt fyrir sér, eins og drepið er á hér á undan. Hins vegar mun ekki auðvelt að standa Pál Eggert að því að fara beinlínis rangt með til að fegra söguhetju sína. Aðdáun hans virðist svo einlæg að hann á til að benda lesendum sínum á efnisatriði sem hefði verið hægt að leggja Jóni út til lasts án þess að slíkt hvarfli að höfundi. Hann segir þannig frá því að Jón hafi komist framhjá ákvæði Alþingistilskipunarinnar um lágmarkseign til að vera kjörgengur til Alþingis: „En nú var sá hængur á, að hann var ekki jarðeigandi. Sýndi þá faðir hans honum þá sæmd, að hann lét honum eftir að skrifa sig fyrir einni jörðu eða jarðarparti sínum. Var þá fullnægt hinum ytri kröfum laganna."41 Að vísu segir Lúðvík Kristjánsson að þetta sé rangt; Jón hafi átt 10 jarðarhundruð síðan hann var drengur.42 En það breytir engu um það að Páll Eggert taldi sýnilega ekkert athugavert þótt þeir feðgar fölsuðu eignaskjöl til að Jón yrði kjörgengur. Um útgáfu Nýrra félagsrita virðist Jón hafa verið svo ráðríkur að hann ákvað nánast einn hverjir teldust félagar í útgáfufélagi þeirra hverju sinni. Frá því segir Páll Eggert athugasemdalaust.43 Einna vandræðalegast er það þegar Jón tók við fyrirframgreiðslum fyrir ritverk sem hann kom svo aldrei í verk að skrifa. Hvers vegna hann lét ekki verða af því að skrifa ævisögu Steingríms Jónssonar biskups, eftir að hafa fengið til þess þóknun frá fjölskyldu hans, afgreiðir Páll Eggert með vanga- veltum um að um það kunni að finnast gögn hjá fjölskyldu biskups, ef þau séu þá varðveitt.44 Vanrækslu Jóns að skrifa íslandssögu í sex bindum samkvæmt samningi við Englendinginn George E. Powell, sem hafði greitt honum 600 sterlingspunda upphafsgreiðslu til verksins, ræðir Páll Eggert rækilega og gerir það að niðurstöðu sinni, sem er haft eftir Powell sjálfum, að það sé sér nægileg greiðsla ef upphæðin hafi auðveldað Jóni að stunda sína göfugu stjórnmálabaráttu.45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.