Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 41

Andvari - 01.01.2011, Side 41
andvari FORSETINN í SÖGURITUN ÍSLENDINGA 39 Margvíslega mannkosti eignar Páll Eggert söguhetju sinni og ekki aðeins þá sem hann var þekktur fyrir og aðrir eldri höfundar höfðu eignað honum. Hann setur til dæmis á langa ræðu um hvað Jón hafi verið lítið fyrir vegtyllur og endar á því að Jón Guðmundsson hafi þurft „árum saman að bisa við að fá málaða mynd af honum, sem alþingismenn höfðu skotið saman fé í, til þess að setja upp í sal alþingis."46 Ekki spyr Páll Eggert hvers vegna svona margar myndir eru til af Jóni, málaðar og ljósmyndaðar, úr því að hann var svona tregur að sitja fyrir. Geta má nærri að Páll Eggert tekur ómjúklega á íslendingum sem snerust gegn Jóni Sigurðssyni og pólitískri stefnu hans. Má benda á hvernig hann endursegir grein sem Grímur Thomsen skrifaði gegn stjórnmálastefnu Jóns og birti í blaðinu íslendingi árið 1860. Hér grípur Páll Eggert sífellt fram í fyrir höfundi og setur ofan í við hann jafnóðum.47 Rit Páls Eggerts hljómar átakanlega úrelt nú. Ekki skal því þó gleymt að það er afar fróðlegt og gagnlegt fræðirit um sögu 19. aldar, ekki aðeins sögu stjórnmála heldur einnig mennta og atvinnumála. Lesendur fá strax að vita hver afstaða höfundar er, hann stendur ævinlega með sínum manni, og þá verður hlutdrægni hans fremur óskaðleg. VI Fleiri bækur voru skrifaðar um Jón Sigurðsson það sem eftir var af 20. öld. Þar gerðist nokkurn veginn það sama og í yfirlitsritunum að lofið um sögu- hetjuna dvínaði án þess að gengið væri á hólm við þá skoðun að hann væri stórmenni í sögu þjóðarinnar48 Víða er skammt í stórar staðhæfingar. Egill Stardal segir til dæmis að fæðing Jóns sé „einhver merkasti viðburður í sögu umkomulítillar þjóðar .. J49 Nýstárlegust þessara bóka er Á slóðum Jóns Sigurðssonar eftir Lúðvík Kristjánsson, gefin út árið 1961. Þetta er ekki eiginleg ævisaga heldur frásögn af ákveðnum verksviðum forsetans, aðallega unnin upp úr frumheimildum. Þar er sagt frá forsæti hans í Bókmenntafélaginu, útgáfu Nýrra félagsrita, inn- kaupasnatti í Kaupmannahöfn fyrir íslendinga, stjórnmálastarfi og samskipt- unum við George Powell. Lúðvík dregur Jón býsna mikið niður á jörðina, þó an þess að gera á nokkurn hátt lítið úr honum. Frásögnin af erindrekstri Jóns fyrir landa sína vitnar til dæmis um mikla greiðasemi og tilfinningu fyrir fólki. En það rímar illa við þá hetjumynd sem Páll Eggert hafði dregið upp að sJá hann í leit að hálsfestum og eyrnalokkum handa konum uppi á íslandi.50 Og ekki hlífir Lúðvík söguhetju sinni við að dvelja á 137 blaðsíðum við vandræðamálið George Powell. Varla er hægt að segja að Lúðvík komi þar UPP um neitt alvarlegt sem ekki var vitað áður. Hann gefur að vísu í skyn að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.