Andvari - 01.01.2011, Page 41
andvari
FORSETINN í SÖGURITUN ÍSLENDINGA
39
Margvíslega mannkosti eignar Páll Eggert söguhetju sinni og ekki aðeins
þá sem hann var þekktur fyrir og aðrir eldri höfundar höfðu eignað honum.
Hann setur til dæmis á langa ræðu um hvað Jón hafi verið lítið fyrir vegtyllur
og endar á því að Jón Guðmundsson hafi þurft „árum saman að bisa við að fá
málaða mynd af honum, sem alþingismenn höfðu skotið saman fé í, til þess
að setja upp í sal alþingis."46 Ekki spyr Páll Eggert hvers vegna svona margar
myndir eru til af Jóni, málaðar og ljósmyndaðar, úr því að hann var svona
tregur að sitja fyrir.
Geta má nærri að Páll Eggert tekur ómjúklega á íslendingum sem snerust
gegn Jóni Sigurðssyni og pólitískri stefnu hans. Má benda á hvernig hann
endursegir grein sem Grímur Thomsen skrifaði gegn stjórnmálastefnu Jóns
og birti í blaðinu íslendingi árið 1860. Hér grípur Páll Eggert sífellt fram í
fyrir höfundi og setur ofan í við hann jafnóðum.47
Rit Páls Eggerts hljómar átakanlega úrelt nú. Ekki skal því þó gleymt að
það er afar fróðlegt og gagnlegt fræðirit um sögu 19. aldar, ekki aðeins sögu
stjórnmála heldur einnig mennta og atvinnumála. Lesendur fá strax að vita
hver afstaða höfundar er, hann stendur ævinlega með sínum manni, og þá
verður hlutdrægni hans fremur óskaðleg.
VI
Fleiri bækur voru skrifaðar um Jón Sigurðsson það sem eftir var af 20. öld.
Þar gerðist nokkurn veginn það sama og í yfirlitsritunum að lofið um sögu-
hetjuna dvínaði án þess að gengið væri á hólm við þá skoðun að hann væri
stórmenni í sögu þjóðarinnar48 Víða er skammt í stórar staðhæfingar. Egill
Stardal segir til dæmis að fæðing Jóns sé „einhver merkasti viðburður í sögu
umkomulítillar þjóðar .. J49
Nýstárlegust þessara bóka er Á slóðum Jóns Sigurðssonar eftir Lúðvík
Kristjánsson, gefin út árið 1961. Þetta er ekki eiginleg ævisaga heldur frásögn
af ákveðnum verksviðum forsetans, aðallega unnin upp úr frumheimildum.
Þar er sagt frá forsæti hans í Bókmenntafélaginu, útgáfu Nýrra félagsrita, inn-
kaupasnatti í Kaupmannahöfn fyrir íslendinga, stjórnmálastarfi og samskipt-
unum við George Powell. Lúðvík dregur Jón býsna mikið niður á jörðina, þó
an þess að gera á nokkurn hátt lítið úr honum. Frásögnin af erindrekstri Jóns
fyrir landa sína vitnar til dæmis um mikla greiðasemi og tilfinningu fyrir
fólki. En það rímar illa við þá hetjumynd sem Páll Eggert hafði dregið upp að
sJá hann í leit að hálsfestum og eyrnalokkum handa konum uppi á íslandi.50
Og ekki hlífir Lúðvík söguhetju sinni við að dvelja á 137 blaðsíðum við
vandræðamálið George Powell. Varla er hægt að segja að Lúðvík komi þar
UPP um neitt alvarlegt sem ekki var vitað áður. Hann gefur að vísu í skyn að