Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 44

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 44
42 GUNNAR KARLSSON ANDVARI sjálfs. í heildina mun mega lesa þar svipaða þróun og í ritunum sem fjallað er um hér á undan. Höfundar hafa lagt af hástemmdar lofgerðir um Jón, en efnislega hefur hann haldið stöðu sinni. Nefna má að á árunum 1948-71 birti Sverrir Kristjánsson nokkrar greinar um sjálfstæðisbaráttu Islendinga á 19. öld. Ein af nýjungum þeirra var að höfundur leyfði sér svolitla gamansemi um íslenskar sjálfstæðishetjur, menn eins og Baldvin Einarsson og Tómas Sæmundsson. En þegar hann kom að Jóni Sigurðssyni hvarf allt glens og gaman.58 Sverrir var sósíalisti og hefði því virst líklegur til að reyna að sjá eitthvað svolítið skoplegt við frjálshyggju Jóns, en það gerir hann ekki. Hann fjallar að vísu um söguhetjuna á hispurslausari hátt en Páll Eggert. I langri og vandaðri ritgerð um stjórnmálaafskipti Jóns, sem birtist fyrst sem inngangur að blaðagreinasafni hans 1961, segir Sverrir til dæmis frá því að Jón hafi brugðist ókvæða við þegar Danir jöfnuðu honum og íslenskum félögum hans við þýskumælandi uppreisnarmenn í hertogadæmum Danakonungs, Slésvík og Holstein. Jón hafi höfðað meiðyrðamál gegn ritstjóra fyrir þetta og unnið það. Síðan tekur Sverrir að kanna hvort sú sjálfstæðishreyfing Islendinga sem Jón kom af stað hafi í raun verið skyld hreyfingu Slésvík-Holsteinista. Hann rekur pólitíska sögu hertogadæmanna síðan á áttundu öld og leiðir gild rök að því að Jón hafi sótt þangað öll meginatriði stefnu sinnar í íslandsmálum, bæði sögulegar röksemdir og pólitískar kröfur.59 Sú niðurstaða dregur þó ekkert úr aðdáun Sverris á Jóni eða samstöðu með málstað hans. Nú harðneitar hann að brosa með Dönum að skjalagrúski Jóns í leit að réttargrundvelli undir kröfur um sjálfstæði eða fjárframlög en skipar sér í staðinn í flokk með þeim sem síðast hlæja. Ritgerð sinni lýkur Sverrir á þessum orðum:60 Svo sem Jón Sigurðsson var í sveit settur, svo sem lífshættir þjóðarinnar voru, gat hann ekki beitt fyrir sig öðru en sögulegum rétti. Jafnvel þótt hann hefði engin kynni haft af baráttuaðferðum Slesvík-Holseta, mundi hann fyrr eða síðar hafa dottið niður á hin sögulegu réttindi. Þar fékk hann búið sig því einstæða siðferðisþreki, sem markar starf hans allt í pólitískri lífsbaráttu þjóðarinnar. Allar kröfur hans voru studdar sögulegum heimildum, hvort sem sækja þurfti fé í ríkissjóð Dana eða pólitísk réttindi í hendur danskra stjórnarvalda. Það var oft hlegið að kröfum hans, hin hláturmilda herraþjóð, svo gjörn til glottsins, hæddist óspart að tilvitnunum hans í mygluð skjöl úr grárri fyrnsku. En Jón lét sig það engu skipta. Hann þreyttist aldrei á að útlista og túlka réttinn, hinn sögulega rétt íslands, fyrir vantrúuðum Dönum. Það kom þeim ekki að haldi, þótt þeir lýstu grundvallarlögum sínum yfir fslandi, settu landið undir Stöðulög - allt geigaði þetta á sögulegum rétti íslands í túlkun Jóns Sigurðssonar. Gísli Brynjúlfsson kallaði þetta „stúdentapólitík". Reyndin varð þó önnur. Þegar íslendingar tóku að sækja fram að fullu sjálfstæði í byrjun 20. aldar urðu þeir að leita til vopnabúrs Jóns Sigurðssonar. Þá kom í ljós, að í pólitískri kenningu hans var lykillinn að íslenzku fullveldi. Þarna ruddi Sverrir ekki nýja braut fyrir íslenska sósíalista. Nánast frá upp- hafi hafði verkalýðshreyfingin gert kröfu til Jóns að minnsta kosti til jafns við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.