Andvari - 01.01.2011, Side 51
andvari
UM FRÆÐASTÖRF JÓNS SIGURÐSSONAR
49
að sagnfræðiprófessorinn E.C. Werlauff sat einnig í stjórn Árnasafns, en 30.
maí 1835 fékk Jón stöðu sem annar styrkþegi safnsins.
StörfJóns við Árnasafn og útgáfu fornrita
Störf Jóns í Árnasafni, sem hann gegndi samhliða námi, veittu honum
tækifæri til sjálfstæðra rannsókna og fólust þau fyrst í stað í lýsingu þeirra
handrita sem voru á Árnasafni og gerði Jón á þeim mjög ítarlega lýsingu sem
náði einungis til hluta handritanna. Þá gerði Jón skrá yfir íslensk handrit í
Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn og sumarið 1840 var hann sendur
til Svíþjóðar til að leggja drög að skrá yfir íslensk handrit í Stokkhólmi
°g Uppsölum.9 Einnig kom Jón að útgáfum Árnasafns, bæði á íslenskum
annálum og Snorra-Eddu. Þetta voru tímafrek verk en annálarnir komu út
1847 en fyrstu tvö bindi Snorra-Eddu 1848 og 1852. Sumarið 1838 skrifar
Jón Sveinbirni Egilssyni um annálaútgáfuna og er afar gagnrýninn á stöðu
verksins. Nefnir „það fyrst, að öllum handritum er slengt saman, og eitt látið
Vera eins gott og annað. ... Öllum útlendum (utan Norðurlanda) fréttum er
sleppt... það er þó, þó aldrei væri nema málsins vegna, eptir minni meiníngu
rángt.“10 Margt fleira tínir Jón til og gerði sitt besta til að bæta verkið á næstu
ánim, en jafnframt dróst þá útgáfa þess á langinn. Yfirumsjón með henni
hafði kennari Jóns við háskólann, E.C. Werlauff.11 Afleiðingin er sú að Jón
varð sérfróður í sögu íslands á síðari hluta 13. aldar og 14. öld, eða þess
hmabils sem miðaldaannálarnir þekja rækilega.12 Hvað Snorra-Eddu varðar
sá Jón um að ganga frá útgáfu Sveinbjarnar Egilssonar, en samdi drjúgan
hluta skýringa í 3. bindi sem ekki kom út fyrr en 1887.
Eftir að Jón lét af styrkþegastöðu við Árnasafn var hann kjörinn skrifari
stjórnar safnsins árið 1848, en í því fólst yfirumsjón með safninu. Var
ÞVl Jón eins konar óformlegur forstöðumaður Árnasafns frá þeim tíma
°g til dauðadags.13 Útgáfustarf hans hélt hins vegar áfram undir merkjum
Fornfræðafélagsins og hófst raunar þegar árið 1843 þegar út kom fyrsta
bindi íslendingasagna, en í því voru íslendingabók og Landnámabók með
Vlðaukum. Undirbúningur þeirrar útgáfu var hafinn árið 1838, eins og fram
kemur í áðurnefndu bréfi til Sveinbjarnar Egilssonar, en Jón hafði þá kannað
tengsl Sturlubókar og Hauksbókar Landnámu og hafnað fyrri hugmyndum
am þau.14 Jón sá einnig um útgáfu annars bindis íslendingasagna 1847 en
Konráð Gíslason gaf út 3. og 4. bindið árin 1875 og 1889.
Síðan sá Jón Sigurðsson um útgáfu Trójumanna sögu og Breta sagna 1848,
Játvarðar sögu helga 1852 og sögu Ósvalds konungs hin helga 1854. Af
Pessum útgáfum hefur saga Ósvalds konungs hins helga sérstöðu að því leyti
að Jón ritaði rækilegan inngang að henni. í honum rekur hann ævi Ósvalds