Andvari - 01.01.2011, Síða 62
60
SVERRIR JAKOBSSON
ANDVARl
Vert er að hafa í huga að það var aldrei áhugamál Jóns Sigurðssonar að
semja Islandssögu. Eins og hann segir sjálfur í einkabréfi: „Að skrifa íslands
sögu væri reyndar hægt, sem væri betri en ekkert, en ætti hún að vera stór
og fróðleg væri það ekki gaman enn, af því undirbúning mikinn vantar.“51
I stuttu máli taldi Jón ekki ennþá tíma kominn á vandað yfirlitsrit yfir
Islandssöguna þar sem frumrannsóknir vantaði og það voru þær sem hann
vildi sinna.
í greinum Jóns í Nýjum félagsritum þar sem hann notar sögulega rök-
semdafærslu má þó vissulega sjá móta fyrir heildarsýn á íslandssöguna og á
síðari árum beindist fræðastarf Jóns Sigurðssonar að því að samþætta þessa
sýn fræðilegum rannsóknum sínum á frumheimildum íslenskrar sögu. Að
því markar Islenzkt fornbréfasafn verðugan endapunkt á ferli Jóns sem fræði-
manns, en í greinargerðum hans fyrir þeim textum sem þar eru prentaðir
verður eins konar samruni textafræðingsins og alþýðufræðarans sem framan
af voru aðgreindir; annar birtist einungis í textaútgáfum en hinn í pólitískum
ádeilugreinum. I fornbréfasafninu renna allir straumar í fræðimennsku Jóns
saman í eina heild. Það er því eins konar fræðilegt testamenti hans.
TILVÍSANIR
1 Sjá Handritasafn Landsbókasafns íslands JS 358, 8vo. I inntökuprófi í Kaupmannahafnar-
skóla hlaut Jón einmitt ágætiseinkunn í þessum tveimur námsgreinum, dönskum og
latneskum stíl, sjá Páll Eggert Olason, Jón Sigurðsson I. Viðbúnaður, Reykjavík, 1929, bls.
144-47.
2 Handritasafn Landsbókasafns Islands JS 344, 8vo
3 Páll Eggert Olason, Jón Sigurðsson I, bls. 144-47. A fyrri hluta 19. aldar voru latínuskóla-
kennararnir Hallgrímur Scheving og Bjarni Jónsson einu íslendingarnir sem luku slíku
prófi, Hallgrímur árið 1807 og Bjarni árið 1836.
4 BréfJóns Sigurðssonar. Úrval, útg. Jón Jensson og Þorleifur H. Bjarnason, Reykjavík, 1911,
bls. 171.
5 Bréf Jóns Sigurðssonar. Úrval, bls. 570-71. Jón Þorkelsson var einnig með æðra mál-
fræðipróf; lauk því 1854. í bréfi til Eiríks Magnússonar 5. maí 1874 kemur fram að Jón
Sigurðsson hafi dregið umsókn sína til baka, sjá Bréf Jóns Sigurðssonar. Nýtt Safn, útg.
Þorleifur H. Bjarnason, Reykjavík, 1933, bls. 202.
6 Sjá nánar Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson I, bls. 153-59.
7 Sjá Handritasafn Landsbókasafns íslands JS 471, 4to.
8 Sjá Handritasafn Landsbókasafns íslands JS 487,4to.
9 Er sú skrá ennþá til, sjá Handritasafn Landsbókasafns íslands JS 378,4to: „Beskrivelse over
Haandskrifter i Stockholm og Upsala, 1841“)-
10 BréfJóns Sigurðssonar. Nýtt Safn, bls. 4-5.
11 Sjá íslenzkir annálar, sive Annales Islandici ab anno Christi 803 ad annum 1430, útg. E.C.
Werlauff, Kaupmannahöfn, 1847. Sjálfur hugðist Jón standa fyrir annálaútgáfu og ritaði
nokkur bréf þess efnis til Michael Birkeland, ríkisskjalavarðar í Kristjaníu, á árunum 1872-
1877. Sjá Handritasafn Landsbókasafns íslands JS 535,4to.