Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 83

Andvari - 01.01.2011, Side 83
andvari MYNDIN AFJÓNI FORSETA 81 °rðið á íslandi. Þá var frjáls verslun á íslandi blátt áfram frelsi fslands. ... Frjáls verslun á íslandi árið 1955 er frjálst okur. Hún er frelsi hinna fáu til að okra á fjöldanum. ... Alþýða íslands hefur í dag öðrum störfum að sinna en klappa frjálsri verslun lof í lófa.“5 Eiríkur Briem, fyrsti ævisöguritari Jóns, lýsir skoðunum Jóns á verzlunar- málunum svo: „Jón sýndi glöggt fram á það af sögu landsins, að verzlunin hafi jafnan verið hið mesta nauðsynjamál þess, og að svo hafi mátt heita, að komið hafi verið við lífæð allrar velmegunar í landinu, í hvert skipti sem nokkur bönd hafi verið lögð á hana; jafnframt skýrði hann frá skoðunum hinna yngri hag- fræðinga um eðli frjálsrar verzlunar ... og hélt því fram, að nauðsyn bæri til að losa öll bönd af verzluninni, svo að hún yrði landsmönnum sem arðmest; fylgdi hann máli þessu af miklu kappi, en það mætti, sem vænta mátti, mikilli mótspyrnu ...“.6 Eitt dæmi enn má nefna um dvínandi áhrif Jóns forseta eftir fráfall hans. Jón gætti þess ævinlega að koma vel og virðulega fram við andstæðinga sína jafnt og samherja. Hann var málefnalegur og rökfastur fram í fingurgóma. Hann hældi samherjum sínum og þagði í versta falli um andstæðingana. Hann skrifaði nær aldrei skammargreinar og þá aðeins í sjálfsvörn, væri að honum ráðizt svo sem stundum gerðist. „Var það þá eigi fyrir ístöðulitla menn að mæla í móti honum“, segir Eiríkur Briem.7 Jón brýndi samherja sína til dáða með þrotlausum bréfasendingum frá Kaupmannahöfn heim til íslands aiJk allra ritgerðanna í Nýjum félagsritum og annarra ritverka. Andstæðinga eignaðist hann ekki marga, slíkir voru yfirburðir hans á vettvangi stjórnmál- anna, en þó nokkra, sem stóðu uppi í hárinu á honum. Einn þeirra var Grímur Thomsen skáld, sem var lengi embættismaður í dönsku utanríkisþjónustunni °g konungkjörinn þingmaður um skeið. Grímur starfaði með Jóni að útgáfu Nýrra félagsrita framan af, hann var níu árum yngri en Jón, en snerist síðan allur á band með Dönum gegn Jóni og samherjum hans og flæktist fyrir Jóni a ýmsa lund, jafnvel út yfir gröf og dauða. Maður nokkur gaf sig á tal við Grím við útför Jóns og Ingibjargar og sagðist ekki hafa átt von á að sjá Grím þar. „Ég vildi sjá hann grafinn“, svaraði Grímur að bragði. Grímur Thomsen rnun hafa verið eini maðurinn, sem ekki var svartklæddur við útförina, og varð séra Matthíasi Jochumssyni þá að orði: „Grímur fylgdi á gráum kufli §amla Jóni, hreysiköttur konungsljóni.“ Grímur stóð í vegi fyrir því, að Islendingar reistu styttu af Jóni Sigurðssyni strax að honum látnum, þegar Hrynjólfur Bergslien, einn helzti myndhöggvari Noregs, stóð íslendingum til boða. Líkneskið reis löngu síðar, og þá var Einar Jónsson fenginn til að vinna verkið, eins og áður sagði. Annar andstæðingur Jóns var séra Arnljótur Ólafsson, sem sat alllengi á Alþingi ásamt Jóni, og lagðist gegn röksemdum Jóns í stjórnskipunardeilunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.