Andvari - 01.01.2011, Side 91
andvari
MYNDIN AF JÓNI FORSETA
89
komin til Kristjaníu; hafði hann mjög aukið þekkingu mína á listaverkum og
eins og opinberað mér nýjan fegurðar- og töfraheim.
Bergslien var lítt lærður maður og hafði lítillar menntunar notið, en hann
var (eins og bróðir hans, málarinn) fæddur listamaður. Myndina (fyrst úr leiri,
en síðan úr gipsi, undir steypuna) gerði hann á listahöll Dana, Karlottuborg;
skoðaði ég þar daglega listasmíði helztu snillinga Dana, en stundum
Thorvaldsens eða önnur gripasöfn. Af myndasmíðum danskra meistara dáðist
ég mest að listaverkasafni Jerichaus, að Thorvaldsens-myndum fráteknum.
Bergslien lauk og þá við höfuð Jóns Sigurðssonar (í marmara) og lét aðstoðar-
mann sinn meitla allt eftir merkilínum, en setti svo sjálfur á smiðshöggin.
Einu sinni, er yfirsvipur Jóns var langt kominn hjá þeim, sem meitlaði, stóð ég
og horfði á og þóttist ekki sjá hinn rétta svip hins ágæta landa vors. Kærði ég
það fyrir Bergslien. „Komdu á morgun eða hinn daginn“, svaraði meistarinn.
Ég kom, og þá var sálin komin! Finnst mér og síðan, að hið djúpúðga og stór-
mannlega höfuð Jóns forseta eftir Bergslien vera furðusmíði, sem flestum
verður minnisstætt, þótt lítið skynji listaverk.
Bergslien var aldavinur íslendinga í Höfn, og hygg ég að honum hafi verið
það að þakka, að námsmenn vorir í Höfn fóru að vakna til meiri og meiri
meðvitundar um þýðing lista og fegurðarsmekks, þótt jafnframt beindi að
þeirri stefnu starfsemi Sigurðar málara.“
Brjóstmyndina af sjálfum sér hafði Jón trúlega með sér heim úr veizlunni 16.
nóvember 1871, og eru til lýsingar sjónarvotta á myndinni, þar sem hún stóð
heima hjá Jóni og Ingibjörgu. Indriði Einarsson hagfræðingur og leikskáld,
síðar tengdafaðir Ólafs Thors forsætisráðherra, var tíður gestur á heimili
Jóns og Ingibjargar og segir svo frá: „Þar var skrifborð Forseta eða skrifpúlt.
En við það sá ég hann aldrei vinna. Á því var gibsafsteypa af höggmynd
Eergsliens af Jóni. Hversdagslega var slæða yfir myndinni til þess að eigi félli
á hana ryk. En á sunnudögum og við hátíðleg tækifæri, þegar margir voru til
borðs, varð að bera skrifpúltið og myndina út úr stofunni, svo að hún rúmaði
gestaborðið, og olnbogarúm væri þar til framreiðslu.“23
Páll Eggert Ólason segir frá því í ævisögu sinni um Jón Sigurðsson, að
Bergslien hafi sett brjóstmyndina af Jóni á sýningu í Kaupmannahöfn, ásamt
rctyndadrögum að fyrrnefndu líkneski Uelands, og sé líkneskjanna beggja
getið í blöðum samtímis með þeim ummælum, að þau sýni tímamót í list og
þroska smiðsins og beri af öðrum mannamyndum á sýningunni. Páll Eggert
bætir við: „Má þar af marka, að snilldarbragur hefir þókt á vera.“24 Um
hrjóstmynd Bergsliens segir Vilhjálmur Þ. Gíslason, að hún sé „af sumum
lalin líkust J. S. af öllum myndum.“25
Marmaramynd Bergsliens var sett upp í Alþingishúsinu 1880, ári eftir
andlát Jóns, og hefur staðið þar síðan. Hún er eign Listasafns íslands, nr.