Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 91

Andvari - 01.01.2011, Page 91
andvari MYNDIN AF JÓNI FORSETA 89 komin til Kristjaníu; hafði hann mjög aukið þekkingu mína á listaverkum og eins og opinberað mér nýjan fegurðar- og töfraheim. Bergslien var lítt lærður maður og hafði lítillar menntunar notið, en hann var (eins og bróðir hans, málarinn) fæddur listamaður. Myndina (fyrst úr leiri, en síðan úr gipsi, undir steypuna) gerði hann á listahöll Dana, Karlottuborg; skoðaði ég þar daglega listasmíði helztu snillinga Dana, en stundum Thorvaldsens eða önnur gripasöfn. Af myndasmíðum danskra meistara dáðist ég mest að listaverkasafni Jerichaus, að Thorvaldsens-myndum fráteknum. Bergslien lauk og þá við höfuð Jóns Sigurðssonar (í marmara) og lét aðstoðar- mann sinn meitla allt eftir merkilínum, en setti svo sjálfur á smiðshöggin. Einu sinni, er yfirsvipur Jóns var langt kominn hjá þeim, sem meitlaði, stóð ég og horfði á og þóttist ekki sjá hinn rétta svip hins ágæta landa vors. Kærði ég það fyrir Bergslien. „Komdu á morgun eða hinn daginn“, svaraði meistarinn. Ég kom, og þá var sálin komin! Finnst mér og síðan, að hið djúpúðga og stór- mannlega höfuð Jóns forseta eftir Bergslien vera furðusmíði, sem flestum verður minnisstætt, þótt lítið skynji listaverk. Bergslien var aldavinur íslendinga í Höfn, og hygg ég að honum hafi verið það að þakka, að námsmenn vorir í Höfn fóru að vakna til meiri og meiri meðvitundar um þýðing lista og fegurðarsmekks, þótt jafnframt beindi að þeirri stefnu starfsemi Sigurðar málara.“ Brjóstmyndina af sjálfum sér hafði Jón trúlega með sér heim úr veizlunni 16. nóvember 1871, og eru til lýsingar sjónarvotta á myndinni, þar sem hún stóð heima hjá Jóni og Ingibjörgu. Indriði Einarsson hagfræðingur og leikskáld, síðar tengdafaðir Ólafs Thors forsætisráðherra, var tíður gestur á heimili Jóns og Ingibjargar og segir svo frá: „Þar var skrifborð Forseta eða skrifpúlt. En við það sá ég hann aldrei vinna. Á því var gibsafsteypa af höggmynd Eergsliens af Jóni. Hversdagslega var slæða yfir myndinni til þess að eigi félli á hana ryk. En á sunnudögum og við hátíðleg tækifæri, þegar margir voru til borðs, varð að bera skrifpúltið og myndina út úr stofunni, svo að hún rúmaði gestaborðið, og olnbogarúm væri þar til framreiðslu.“23 Páll Eggert Ólason segir frá því í ævisögu sinni um Jón Sigurðsson, að Bergslien hafi sett brjóstmyndina af Jóni á sýningu í Kaupmannahöfn, ásamt rctyndadrögum að fyrrnefndu líkneski Uelands, og sé líkneskjanna beggja getið í blöðum samtímis með þeim ummælum, að þau sýni tímamót í list og þroska smiðsins og beri af öðrum mannamyndum á sýningunni. Páll Eggert bætir við: „Má þar af marka, að snilldarbragur hefir þókt á vera.“24 Um hrjóstmynd Bergsliens segir Vilhjálmur Þ. Gíslason, að hún sé „af sumum lalin líkust J. S. af öllum myndum.“25 Marmaramynd Bergsliens var sett upp í Alþingishúsinu 1880, ári eftir andlát Jóns, og hefur staðið þar síðan. Hún er eign Listasafns íslands, nr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.