Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 99

Andvari - 01.01.2011, Síða 99
andvari LANDSRÉTTINDI OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA 97 II Ein mikilvægasta arfleið upplýsingarinnar fyrir hugmyndaheim nítjándu aldar var framfaratrú. Fátt lýsir Jóni Sigurðsyni betur en trú á framfarir. í þessu felst tvennt: í fyrsta lagi að með menntun og skynsemi mætti vinna bug á flestum meinsemdum og vandamálum mannlífsins. Jón var boðberi umbóta í skólamálum og aukinnar verkþekkingar í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun. „Vísindi og kunnátta“ skrifaði hann 1842, „eru lykill að allri framför manna og hagsældum.“3 í öðru lagi fólst í þessu sýn á söguna og samanburð Islands við önnur lönd í tíma og rúmi. Jón taldi þannig þjóðveldið ekki fyrir- mynd fyrir íslendinga í öðrum skilningi en þeim að þá hefðu íslendingar staðið öðrum þjóðum jafnfætis eða framar. Það gerðu þeir augljóslega ekki á 19. öld. Aðrar þjóðir stóðu íslendingum framar á flestum sviðum, höfðu klifrað upp framfarastigann og skilið íslendinga eftir í neðri þrepunum. Þetta ástand mála krafðist auðvitað útskýringar enda mætti draga þær ályktanir að íslendingar væru ekki hluti af menntaþjóðunum svokölluðu, hinum sið- menntaða og framfarasinnaða heimi, heldur heimi ómenntaðara skrælingja. I fyrsta árgangi Nýrra félagsrita (1841) skrifaði Jón: Veraldarsagan ber ljóst vitni þess, að hverri þjóð hefir þá vegnað bezt þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína, og sem flestir kraptar hafa verið á hræríngu. Það er hægt að sanna, að það var ekki af því að Island væri betra eða hægra aðgaungu enn nú, að forfeður okkar lifðu þar góðu lífi, ekki var það heldur af ránum eða víkingskap sem landið var auðugt ... heldur var það af dugnaði og atorku og þjóðaranda þeim, sem lýsti sér í athöfnum flestra þeirra meðan allt fór vel fram, að hagur þeirra blómstraði eigi síður flestra annarra þjóða á þeim öldum ... Eins er um mannaflann: menn hafa reiknað, að landið hafi þá borið helmíngi fleira fólk enn nú ... Yfirhöfuð að tala stóðu þeir miklu betur jafnfœtis sinni tíð enn vér vorrr, og hverju er það að kenna? Erum vér lakar búnir að náttúrunni enn þeir, eða aðrar voldugari þjóðir? Er landið óbyggjanda fremur nú enn þá? Enganveginn; en það er stjórnarlögunin og stjórnaraðferðin sem hefir skapað oss, einsog þær skapa hverja þjóð.4 Jón taldi hramm erlends valds hafa haldið þjóðinni niðri og komið í veg fyrir framfarir. Með þessu móti var ábyrgð á fátækt landsins og framfaraskorti að mestu komið af öxlum íslendinga sjálfra og um leið var reisn þeirra og sjálfsvirðing varðveitt.5 Jón taldi þó ekki framfarir séríslenskar eða þjóðlegar: mnlend stjórnun fór saman við erlendar fyrirmyndir. Þetta sést einna best í hugmyndum hans um innlent stjórnarfar sem átti að líkjast því danska eftir því sem tök væru á. Varla er nokkur vafi á því að umbótastarf Jóns og tilraunir hans til að uútímavæða pólitíska orðræðu landsmanna hefðu gert hann að einum mikil- vægasta og merkasta stjórnmálamanni nítjándu aldar. Þetta tengir hann einnig sterkt við okkar samtíma. Það útskýrir hins vegar ekki fyllilega hvers vegna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.