Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 102

Andvari - 01.01.2011, Side 102
100 BIRGIR HERMANNSSON ANDVARI að bregðast við. Við afnám einveldis yrði konungur ábyrðarlaus á stjórnar- athöfnum og með vald hans á tilteknum sviðum fari „stjórnarherra“ sem sé „ábyrgðarmaður fyrir þjóðinni.“7 Hér blasti tvennt við. í fyrsta lagi að „leggja íslands málefni undir stjórnarherra nýlendanna“ þar sem þau yrðu öll á einum stað.8 Þetta væri vandræðalítið fyrir Dani, til dæmis þyrftu Islendingar ekki að senda fulltrúa á ríkisþingið. Þetta fyrirkomulag taldi Jón svo mikla lítils- virðingu að óþarfi væri að eyða á það mörgum orðum. Hinn möguleikinn væri að líta á Island „sem hvert annað hérað í Danaveldi“, en við það skiptast málefni landsins á stjórnarherrana eftir sviðum. „Öll málefni landsins kæmust þannig á tvist og bast og stjórn þeirra færi fram eptir sömu reglum eins og stjórn á dönskum málefnum.“9 Á þessu er sá galli að mati Jóns að „málefnum Islands er ekki stjórnað svo mjög eptir því sem íslandi er hagkvæmast, einsog eptir því, hvernig öllu hagar til í Danmörku “10 Jafn slæmt og þetta er fyrir íslendinga, þá er spurningin um hvernig þjóðin komi ábyrgð á ráðherrann, hvar hann þurfi að standa fyrir máli sínu, mun alvarlegra vandamál. Hér væri Alþingi til lítils gagns, enda stjórni ráðherrann ekki íslandi sérstaklega umfram aðra hluta ríkisins. Islendingar þyrftu því að senda fulltrúa á ríkis- þingið, þar sem þeir væru fáir og þyrftu að tala á erlendri tungu. Hvorug þeirra leiða sem við blöstu eftir afnám einveldis taldi Jón því vænlegan kost og í samræmi við réttindi lands og þjóðar. Hann taldi því mikilvægt að kanna hver þessi réttindi væru, sér í lagi þar sem landsmenn hafi farið „sér ofur hægt í því að gjöra sér ljóst hver réttindi landið og þjóðin ætti.“u Það er öllum kunnugt, sem nokkuð vita um sögu landsins, að íslendingar gengu í samband við Noreg á seinasta stjórnar-ári Hákonar konúngs Hákonarsonar og fyrsta ári Magnús lagabætis, sonar hans. Island gekk í samband við Noreg sjálfviljuglega, ekki sem sérstakt hérað eða ey, sem heyrði Noregi til, heldur sem frjálst land, sem hafði stjórnað sér sjálft um rúm 300 vetra, án þess að vera Noregi undirgefið í neinu. Það samtengdist Noregi með þeim kjörum, sem íslendingar urðu ásáttir um við Noregs konung, og þar á meðal þeim kosti að öll stjórn þeirra og lög skyldi vera innlend, og enginn nema þeir eiga með að dæma menn úr landi.12 Réttarstaða íslands mótast því af Gamla sáttmála sem þeir gerðu við Noregskonung og öðrum sáttmálum sem gerðir voru á þeim grundvelli við Noregskonunga og síðar Danakonunga. íslendingar voru ekki þvingaðir með hervaldi eða ofbeldi til samnings við konung, því síður voru þeir innlimaðir í norska ríkið eins og hvert annað hérað í Noregi. ísland varð frjálst sam- bandsland Noregskonungs enda samningurinn gerður af íslendingum með fúsum og frjálsum vilja og með skilyrðum. Einnig er Ijóst að íslendingar gátu sagt upp samningnum vegna vanefnda, þó Jón viðurkenni að helsti galli samningsins sé að hann kveði „mjög ógreinilega“ á um það „hversu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.