Andvari - 01.01.2011, Qupperneq 102
100
BIRGIR HERMANNSSON
ANDVARI
að bregðast við. Við afnám einveldis yrði konungur ábyrðarlaus á stjórnar-
athöfnum og með vald hans á tilteknum sviðum fari „stjórnarherra“ sem sé
„ábyrgðarmaður fyrir þjóðinni.“7 Hér blasti tvennt við. í fyrsta lagi að „leggja
íslands málefni undir stjórnarherra nýlendanna“ þar sem þau yrðu öll á einum
stað.8 Þetta væri vandræðalítið fyrir Dani, til dæmis þyrftu Islendingar ekki
að senda fulltrúa á ríkisþingið. Þetta fyrirkomulag taldi Jón svo mikla lítils-
virðingu að óþarfi væri að eyða á það mörgum orðum. Hinn möguleikinn
væri að líta á Island „sem hvert annað hérað í Danaveldi“, en við það skiptast
málefni landsins á stjórnarherrana eftir sviðum. „Öll málefni landsins kæmust
þannig á tvist og bast og stjórn þeirra færi fram eptir sömu reglum eins og
stjórn á dönskum málefnum.“9 Á þessu er sá galli að mati Jóns að „málefnum
Islands er ekki stjórnað svo mjög eptir því sem íslandi er hagkvæmast, einsog
eptir því, hvernig öllu hagar til í Danmörku “10 Jafn slæmt og þetta er fyrir
íslendinga, þá er spurningin um hvernig þjóðin komi ábyrgð á ráðherrann,
hvar hann þurfi að standa fyrir máli sínu, mun alvarlegra vandamál. Hér
væri Alþingi til lítils gagns, enda stjórni ráðherrann ekki íslandi sérstaklega
umfram aðra hluta ríkisins. Islendingar þyrftu því að senda fulltrúa á ríkis-
þingið, þar sem þeir væru fáir og þyrftu að tala á erlendri tungu. Hvorug
þeirra leiða sem við blöstu eftir afnám einveldis taldi Jón því vænlegan kost
og í samræmi við réttindi lands og þjóðar.
Hann taldi því mikilvægt að kanna hver þessi réttindi væru, sér í lagi þar
sem landsmenn hafi farið „sér ofur hægt í því að gjöra sér ljóst hver réttindi
landið og þjóðin ætti.“u
Það er öllum kunnugt, sem nokkuð vita um sögu landsins, að íslendingar gengu í
samband við Noreg á seinasta stjórnar-ári Hákonar konúngs Hákonarsonar og fyrsta
ári Magnús lagabætis, sonar hans. Island gekk í samband við Noreg sjálfviljuglega,
ekki sem sérstakt hérað eða ey, sem heyrði Noregi til, heldur sem frjálst land, sem
hafði stjórnað sér sjálft um rúm 300 vetra, án þess að vera Noregi undirgefið í neinu.
Það samtengdist Noregi með þeim kjörum, sem íslendingar urðu ásáttir um við Noregs
konung, og þar á meðal þeim kosti að öll stjórn þeirra og lög skyldi vera innlend, og
enginn nema þeir eiga með að dæma menn úr landi.12
Réttarstaða íslands mótast því af Gamla sáttmála sem þeir gerðu við
Noregskonung og öðrum sáttmálum sem gerðir voru á þeim grundvelli við
Noregskonunga og síðar Danakonunga. íslendingar voru ekki þvingaðir með
hervaldi eða ofbeldi til samnings við konung, því síður voru þeir innlimaðir
í norska ríkið eins og hvert annað hérað í Noregi. ísland varð frjálst sam-
bandsland Noregskonungs enda samningurinn gerður af íslendingum með
fúsum og frjálsum vilja og með skilyrðum. Einnig er Ijóst að íslendingar
gátu sagt upp samningnum vegna vanefnda, þó Jón viðurkenni að helsti
galli samningsins sé að hann kveði „mjög ógreinilega“ á um það „hversu