Andvari - 01.01.2011, Side 106
104
BIRGIR HERMANNSSON
ANDVARI
Þegar litið er á stöðu íslands eftir að konungur afsalaði sér einveldi þá „flýtur
það líka beinlínis af því, hvernig ísland fyrst sameinaðist Noregi, og síðan
Danmörku, að konúngur vor getur ekki löglega sleppt hinni ótakmörkuðu
einveldisstjórn sinni yfir landinu, sem byggð er á hollustueiði þeim, er lands-
menn unnu Friðriki hinum 3. árið 1662, nema eptir samkomulagi við þegna
sína á íslandi.“22 Hér liggur hundurinn grafinn. Við afnám einveldis leystist
Danaveldi upp og eftir stóð gamla danska konungsríkið (Jótland og eyjarnar)
sem varð að litla þjóðríkinu Danmörku. Þó að ljóst væri hvert stefndi strax
1848 þurfti tvö stríð við þýsku ríkin og fyrri heimstyrjöldina til að útkljá
mörk ríkisins endanlega. Frá sjónarhorni íslendinga snérist málið um jafnrétti
við önnur lönd Danakonungs, þar með talið danska konungsríkið. Ef þessi
lönd ákveða sjálf stöðu sína og stjórnskipulag að einveldinu gengnu ættu
Islendingar einnig að gera það. Þar á ofan væri sérstaða íslendinga svo mikil
að þeir yrðu að stjórna sínum málum sjálfir.
Engum hluta Danaveldis getur verið það óhagkvæmara og óeðlilegra, heldur en íslandi
að eiga flestöll mál sín í sameiningu við hið eiginlega konungsríki Danmörk, og verða
að eiga fulltrúa á ríkisþingi Dana, og eiga úrskurð allra mála sinna undir dönskum
ráðgjöfum, sem eru ábyrgðarlausir fyrir vorri þjóð.23
Niðurstaðan af þjóðfundinum var afdráttarlaus: meirihluti fundarmanna
hafnaði því að danska stjórnarskráin tæki gildi á íslandi, enda hefðu íslend-
ingar þar með samþykkt að ísland væri hluti af konungsríkinu Danmörku. A
íslandi ríkti því einveldi Danakonungs allt til ársins 1874, þegar ísland fékk
sérstaka stjórnarskrá. Baráttan hélt því áfram og lék tungumál Jóns Sigurðs-
sonar þar stórt hlutverk, jafnt á meðan hans naut við og eftir hans dag. Til að
varpa ljósi á hvernig tungumál Jóns var notað í pólitískum deilum og hvernig
hægt var að aðlaga það nýjum viðhorfum skulum við færa okkur nokkra
áratugi fram í tímann og skoða stuttlega sögulegar og afdrifaríkar deilur.
IV
Styrkur hins sérstaka pólitíska tungumáls Jóns Sigurðssonar kom berlega í
ljós í deilum um uppkastið svokallaða 1908-9, en það mál má kalla hápunkt-
inn í langvarandi deilum um sambandsmálið. Uppkastið var lagafrumvarp
samið af samninganefndum íslands og Danmerkur og ætlað að leysa sam-
bandsmálið til framtíðar. Frumvarpið átti að leggja fram í danska þinginu og
á Alþingi og koma í stað stöðulaganna frá 1870. Meirihluti íslensku samn-
inganefndarinnar undir forystu Hannesar Hafsteins ráðherra mælti með sam-
þykkt málsins, en Skúli Thoroddsen lagðist gegn uppkastinu. Andstæðingar
uppkastsins unnu afgerandi sigur í þingkosningum 1908, m.a. með því að