Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 106

Andvari - 01.01.2011, Page 106
104 BIRGIR HERMANNSSON ANDVARI Þegar litið er á stöðu íslands eftir að konungur afsalaði sér einveldi þá „flýtur það líka beinlínis af því, hvernig ísland fyrst sameinaðist Noregi, og síðan Danmörku, að konúngur vor getur ekki löglega sleppt hinni ótakmörkuðu einveldisstjórn sinni yfir landinu, sem byggð er á hollustueiði þeim, er lands- menn unnu Friðriki hinum 3. árið 1662, nema eptir samkomulagi við þegna sína á íslandi.“22 Hér liggur hundurinn grafinn. Við afnám einveldis leystist Danaveldi upp og eftir stóð gamla danska konungsríkið (Jótland og eyjarnar) sem varð að litla þjóðríkinu Danmörku. Þó að ljóst væri hvert stefndi strax 1848 þurfti tvö stríð við þýsku ríkin og fyrri heimstyrjöldina til að útkljá mörk ríkisins endanlega. Frá sjónarhorni íslendinga snérist málið um jafnrétti við önnur lönd Danakonungs, þar með talið danska konungsríkið. Ef þessi lönd ákveða sjálf stöðu sína og stjórnskipulag að einveldinu gengnu ættu Islendingar einnig að gera það. Þar á ofan væri sérstaða íslendinga svo mikil að þeir yrðu að stjórna sínum málum sjálfir. Engum hluta Danaveldis getur verið það óhagkvæmara og óeðlilegra, heldur en íslandi að eiga flestöll mál sín í sameiningu við hið eiginlega konungsríki Danmörk, og verða að eiga fulltrúa á ríkisþingi Dana, og eiga úrskurð allra mála sinna undir dönskum ráðgjöfum, sem eru ábyrgðarlausir fyrir vorri þjóð.23 Niðurstaðan af þjóðfundinum var afdráttarlaus: meirihluti fundarmanna hafnaði því að danska stjórnarskráin tæki gildi á íslandi, enda hefðu íslend- ingar þar með samþykkt að ísland væri hluti af konungsríkinu Danmörku. A íslandi ríkti því einveldi Danakonungs allt til ársins 1874, þegar ísland fékk sérstaka stjórnarskrá. Baráttan hélt því áfram og lék tungumál Jóns Sigurðs- sonar þar stórt hlutverk, jafnt á meðan hans naut við og eftir hans dag. Til að varpa ljósi á hvernig tungumál Jóns var notað í pólitískum deilum og hvernig hægt var að aðlaga það nýjum viðhorfum skulum við færa okkur nokkra áratugi fram í tímann og skoða stuttlega sögulegar og afdrifaríkar deilur. IV Styrkur hins sérstaka pólitíska tungumáls Jóns Sigurðssonar kom berlega í ljós í deilum um uppkastið svokallaða 1908-9, en það mál má kalla hápunkt- inn í langvarandi deilum um sambandsmálið. Uppkastið var lagafrumvarp samið af samninganefndum íslands og Danmerkur og ætlað að leysa sam- bandsmálið til framtíðar. Frumvarpið átti að leggja fram í danska þinginu og á Alþingi og koma í stað stöðulaganna frá 1870. Meirihluti íslensku samn- inganefndarinnar undir forystu Hannesar Hafsteins ráðherra mælti með sam- þykkt málsins, en Skúli Thoroddsen lagðist gegn uppkastinu. Andstæðingar uppkastsins unnu afgerandi sigur í þingkosningum 1908, m.a. með því að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.