Andvari - 01.01.2011, Page 108
106
BIRGIR HERMANNSSON
ANDVARI
nefndarmanna fólst því öðrum þræði í því að leiða fram forn skjöl og sögu-
lega þekkingu máli sínu til stuðnings. Líkt og hjá Jóni sjálfum hefur álit
meirihlutans því yfirbragð fræðilegrar ritsmíðar með nákvæmum tilvísunum
og túlkunum. Hin almenna niðurstaða er enda eins og klippt úr verkum Jóns:
Öllum Islendingum, sem með gaumgæfni hafa athugað það mál - og mörgum öðrum
- hefir komið saman um það, að með sáttmálum við Hákon konung gamla hafi
Islendingar að eins geingið undir Noregs konung, en á engan hátt þar með gert sig háða
Norðmönnum eða Noregsríki að lögum. Þeir gengu í konungssamband eitt við Noreg og
ekkert annað. Og á þessu sambandi hefir engin breyting orðið síðan, er geti skuldbundið
fslendinga að réttum lögum. Þeir hafa ekki gert neina samninga síðan við nokkura aðra
þjóð, er skuldbindandi sé fyrir þá á neinn annan hátt, og þessir hinir fornu sáttmálar
hafa aldrei verið numnir úr gildi alt til þessa dags.30
Jón Sigurðsson lagði ætíð áherslu á að íslendingar hefðu gert þessa samninga
sem frjálsir menn og án þvingunar. Þingnefndin gaf þessari áherslu sérstakt
innihald: ísland var „fullveðja lýðríki, res publica,“ og „gekk á hönd konungi
sem frjálst og fullvalda ríki og hélt áfram að vera það að réttum lögum.“31
Meirihlutinn fann einnig að því að semja við danska þingmenn um sam-
band landanna. Danska þingið, ráðherrar í ríkisstjórn og ríkisráðið danska
voru hluti af danska þjóðríkinu og lutu reglum dönsku stjórnarskrárinnar.
Þar sem samband íslands að réttum skilningi er einungis við konung einan en
ekki danska ríkið þá ættu íslendingar ekki að þurfa að semja um stjórnskipu-
lega stöðu sína „við aðra en konung vorn.“32 Það sé því ekki „undir afskipti
eða aðgjörðir ríkisþingsins danska að ákveða það, hver réttarstaða landsins
sé“ og því hefði ekki átt að leggja frumvarpið „í heild sinni fyrir ríkisþingið
danska. Vér álítum, að konungur og Alþingi eigi í sameiningu að gera út um
það, hver þjóðréttarstaða íslands sé.“33
Stuðningsmenn uppkastsins áttu erfitt með að svara röksemdum úr ranni
Jóns Sigurðssonar. Orðræða andstæðinganna var vel þekkt í landinu og naut
lögmætis sem viðurkennd útlegging á réttindum landsins eins og þau höfðu
verið frá því að landsmenn gengu Noregskonungi fyrst á hönd. Yfirburðir
Jóns sem stjórnmálamanns fólust ekki síst í því að hafa fest í sessi pólitískt
tungumál sem landsmenn notuðu til að ræða sambandið við Danakonung
löngu eftir að hann hvarf af vettvangi.
V
Skúli Thoroddsen skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann gerði uppreisn
gegn uppkastinu. Hann var einn þeirra sem skrifaði undir nefndarálit meiri-
hlutans á þinginu 1909, en hann gerði það með eftirfarandi fyrirvara: „Með
\