Andvari - 01.01.2011, Page 114
112
ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON
ANDVARI
Hugvekja til íslendinga
Á næstu árum fjallar Jón Sigurðsson um margt sem viðkemur stjórnskipun
íslands ánjæss að bæta efnislega miklu við það sem fram kemur í Um alþíng
á íslandi. I grein sinni Alþíng á íslandi sem hann skrifar í Ný félagsrit (1846)
eftir að Alþingi hafði tekið til starfa fjallar Jón þó, meðal annars, um sam-
skipti alþingismanna við konungsfulltrúa og ber þau saman við samskipti
erlendra löggjafaþinga við fulltrúa framkvæmdavaldsins. Segir Jón að „þeir
haf[i] sjálfir ábyrgð embættis síns og aðgjörða sinna, og geti þeir ekki fengið
meira part fulltrúanna til að fallast á álit sitt í merkilegum málefnum, get[i]
þeir ekki verið lengur í völdum“ (bls. 95). Þessa lýsingu Jóns á stöðu ráðherra
gagnvart þjóðþingum verður að skoða í því samhengi sem hún er skrifuð en
Jón er að hnýta í ábyrgðarleysi konungsfulltrúans en ekki dugi að sannfæra
hann um framgang góðra mála ef hann telji konung vera á öndverðum meiði.
Þannig sé „allur grundvöllur þínganna laus og hvikull, engin réttindi ákveðin
og engar skyldur; allt er takmarkalaust og óákveðið“ (bls. 96).
Á Alþingi 1847 flutti Jón tillögu þess efnis að konungur staðfesti íslenskan
texta laga en þá var sá háttur hafður á að konungur staðfesti danskan texta
laganna sem síðan var þýddur á íslensku. Alþingi samþykkti tillöguna, stjórn-
in þráaðist við en lét að lokum undan árið 1859 eða 12 árum síðar.
Árið 1848 birtist í Nýjum félagsritum ein merkasta ritsmíð Jóns Sigurðs-
sonar fyrr og síðar, Hugvekja til íslendinga. I greininni birtir Jón tilkynn-
ingu Friðriks konungs sjöunda sem hann sendi frá sér 28. janúar 1848 um
breytingu á stjórnskipun ríkisins. Jón segist ekki ætla að „liða í sundur boð-
skap konúngs“ til að sýna fram á hvað „vanti á, til þess að þjóðin geti notað
sér réttindi þau, sem tilgangur hans er að veita.“ Jón telur nefnilega að það
sem á vanti til „að þjóðin geti tekið fullan þátt í stjórninni, [komi] án nokkurs
efa vonum bráðara, því í slíkum efnum verð[i] ekki hætt á miðri leið, sízt á
þeim tíma sem nú er“ (bls. 5). Jón rekur að nokkru ábyrgðarleysi konungs
og réttindi hans samkvæmt stjórnskipan [stjórnarlögum] í Danmörku. „Það
hefir heitið svo,“ segir Jón, „sem allir embættismenn væri skyldir að ábyrgjast
stjórnaraðferð sína fyrir konúngi, en reyndin hefir sú orðið, að til þess þurfti
sjaldan að taka, og einkanlega hafa stjórnarráðin gengið að öllu leyti í kon-
úngsins stað, án þess að nokkuð hafi borið á ábyrgð þeirra" (bls. 7).
Jón notar drýgstan hluta greinarinnar til að lýsa þjóðréttindum íslendinga
og því hvernig koma megi á viðunandi sambandi íslands og Danmerkur.
Hann útlistar með skýrum og skilmerkilegum hætti hvernig staða íslendinga
verði rétt og jöfnuð því sem gerist í Danmörku sjálfri. Það verði gert með því
að auka réttindi Alþingis, koma á fót stjórnarráði á íslandi með innlendum
landstjóra og þremur meðstjórnendum sem skiptust á að sinna málefnum
Islendinga í Kaupmannahöfn. Til viðbótar leggur Jón til að konungur skipi